Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 23:30 Airbus A321XLR er heiti nýju þotunnar sem Airbus kynnti til leiks í París. Teikning/Airbus. Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum.Tilkynnt var um viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París en sérfræðingar eru sammála um það að þar hafi Airbus stolið senunni þegar félagið kynnti til leiks langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR.Viljayfirlýsingin IAG, sem á meðal annars breska flugfélagið British Airways og spænska flugfélagið Iberia, vakti þó einnig mikla athygli. Þótti hún vera mikil stuðningsyfirlýsing við Boeing þar sem mikil vandræði hafa verið á bandaríska flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna, sem eru í flugbanni vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Forsvarsmenn Airbus vissir um að fá tækifæriðScherer sagði hins vegar á blaðamannafundi í París í dag að hann liti svo á að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir viljayfirlýsingu á milli Boeing og IAG, þýði það ekki að búið sé að ganga frá kaupunum. Og Airbus vill komast inn í samninginn.Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem bíða eftir að fá að fljúga MAX-vélunum á nýjan leik.Getty/ David Ryder„Okkar afstaða er sú að við viljum fá að bjóða í þessi viðskipti,“ sagði Scherer en Airbus var ekki boðið að bjóða í viðskiptin við IAG. Forstjóri félagsins er þó viss um að félagið fá tækifæri til að senda inn tilboð til IAG. „Við erum nokkuð viss um að við fáum að taka þátt til þess að tryggja að bestu mögulegu lausn fyrir IAG, sem er mikilvægur viðskiptavinur,“ sagði Guillaume Faury, forstjóri Airbus. Viljayfirlýsing Boeing og IAG hefur nefnilega ekki síst vakið athygli fyrir þær sakir að IAG hefur hingað til aðeins notast við Airbus-vélar þegar kemur að mjóum þotum með einn farrýmisgang. Fái Airbus ekki að bjóða í pöntunina þarf félagið engu að síður ekki að örvænta. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar A321XLR. á meðan flugsýningin í París stóð yfir og nýja samninga um alls 363 þotur. Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur. Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum.Tilkynnt var um viljayfirlýsinguna á flugsýningunni í París en sérfræðingar eru sammála um það að þar hafi Airbus stolið senunni þegar félagið kynnti til leiks langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR.Viljayfirlýsingin IAG, sem á meðal annars breska flugfélagið British Airways og spænska flugfélagið Iberia, vakti þó einnig mikla athygli. Þótti hún vera mikil stuðningsyfirlýsing við Boeing þar sem mikil vandræði hafa verið á bandaríska flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna, sem eru í flugbanni vegna tveggja mannskæðra flugslysa.Forsvarsmenn Airbus vissir um að fá tækifæriðScherer sagði hins vegar á blaðamannafundi í París í dag að hann liti svo á að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir viljayfirlýsingu á milli Boeing og IAG, þýði það ekki að búið sé að ganga frá kaupunum. Og Airbus vill komast inn í samninginn.Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem bíða eftir að fá að fljúga MAX-vélunum á nýjan leik.Getty/ David Ryder„Okkar afstaða er sú að við viljum fá að bjóða í þessi viðskipti,“ sagði Scherer en Airbus var ekki boðið að bjóða í viðskiptin við IAG. Forstjóri félagsins er þó viss um að félagið fá tækifæri til að senda inn tilboð til IAG. „Við erum nokkuð viss um að við fáum að taka þátt til þess að tryggja að bestu mögulegu lausn fyrir IAG, sem er mikilvægur viðskiptavinur,“ sagði Guillaume Faury, forstjóri Airbus. Viljayfirlýsing Boeing og IAG hefur nefnilega ekki síst vakið athygli fyrir þær sakir að IAG hefur hingað til aðeins notast við Airbus-vélar þegar kemur að mjóum þotum með einn farrýmisgang. Fái Airbus ekki að bjóða í pöntunina þarf félagið engu að síður ekki að örvænta. Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar A321XLR. á meðan flugsýningin í París stóð yfir og nýja samninga um alls 363 þotur. Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54