Mjaldrarnir komnir til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson. Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35