Alonso ekki með í Indy 500 Bragi Þórðarson skrifar 20. maí 2019 17:30 Alonso var svekktur eftir tímatökurnar á Indianapolis brautinni Getty Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira