Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2019 06:15 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira