OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. Fréttablaðið/Eyþór Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira