Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson „Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
„Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28