Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 16:12 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. Fréttablaðið/Stefán Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið. Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið.
Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00