„Væri heimskulegt að nýta sér það ekki" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. apríl 2019 21:46 Brittanny í leik í vetur. vísir/bára Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.” Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.”
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30