Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 13:12 Frá vefnum Hluthafi.com Skjáskot/Hluthafi.com Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot WOW Air Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot
WOW Air Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira