Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Hörður Ægisson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. Fréttablaðið/Stefán Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira