Taka frá rými fyrir Gucci, Louis Vuitton og Prada á Hafnartorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:14 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi. Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Eigandi verslunarrýmisins við Hafnartorg hefur tekið frá pláss fyrir tískumerkin Gucci, Louis Vuitton og Prada í húsnæðinu. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins, í morgun. Reginn keypti verslunarrýmið árið 2014 og þegar hefur fjöldi verslana hafið þar starfsemi, þar á meðal H&M og H&M Home. Verslunarkeðjan COS er einnig á leiðinni auk þess sem GK Reykjavík mun opna verslun í rýminu. Þá hefur náðst samkomulag við tískurisana Gucci, Louis Vuitton og Prada um að opna verslanir við Hafnartorg. Helgi segir í samtali við Fréttablaðið að náðst hafi samkomulag um staðsetningu, verð og umfang en aðeins eigi eftir að skrifa undir samninga. „Við höfum átt í viðræðum við merkin í tvö ár og fulltrúar þeirra hafa heimsótt okkur þrisvar. Merkin vildu spyrða sig saman í þessum samningum,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Við getum tekið á móti þeim með skömmum fyrirvara.“ Helgi sagði að dýru merkin horfðu sérstaklega til kínverskra ferðamanna, sem væru almennt með mikinn kaupmátt. Fulltrúar þessara merkja vildu jafnframt fá greiningu á þróun þeirra í ferðamannastraumnum. Gucci, Prada og Louis Vuitton eru þrjú af stærstu tískuvörumerkjum í heimi. Þau tvö fyrrnefndu eru ítölsk en hið síðastnefnda franskt. Fyrirtækin velta milljörðum á ári hverju og reka hundruð verslana víðsvegar um heiminn. Verslanirnar við Hafnartorg yrðu þær fyrstu á vegum merkjanna á Íslandi.
Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00 Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00 Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 27. febrúar 2019 07:00
Ekkert okur hjá H&M Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf. 18. október 2018 06:00
Öflugan verslunarkjarna vantaði í miðbæinn Hafnartorgið hefur verið í undirbúningi frá árinu 1998. Verslanir eru valdar inn til að skapa skemmtilega heild sem laðar fólk að. 80 prósent af rýmunum hafa verið leigð út. 17. apríl 2019 07:30