TF-SIF líklega síðasta mannaða flugvél Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 23:37 Hermes 900 dróni í eftirlitsflugi Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira