Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að "þefa“ af WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 12:00 Viðræður Indigo og WOW air stóðu yfir mánuðum saman. Fréttablaðið/Ernir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið.„Þessir samningar við Indigo hafa verið mjög sérstakir. Yfirleitt þegar menn eru að kaupa fyrirtæki þá drífa þeir sig í að ganga frá þeim samningum eins hratt og hægt er til þess að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri. Þessar tafir, mánuð eftir mánuð, eru búnar að vera mjög merkilegar að horfa á,“ sagði Jón Karl á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu WOW Air ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Bandaríska félagið Indigo Partners hóf viðræður um aðkomu þess að WOW air í nóvember. Félagið er stofnað af Bill Franke og sérhæfir það sig í fjárfestingu í flugiðnaði. Félagið er stærsti hluthafinn í Wizz Air, sem meðal annars flýgur til og frá Íslandi. Þá á félagið einnig aðalfjárfestirinn í Tiger Airways og Spirit Airlines.Farnir með flugtímana á Gatwick Viðræðurnar stóðu yfir mánuðum saman en í fyrstu var útlit fyrir að samningar myndu nást. Tilkynnt var um að Indigo myndi koma með allt að 9,3 milljarða inn í WOW air og skömmu síðar var tilkynnt að félagið myndi eignast 49 prósenta hlut í WOW air.Sjá einnig: Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Viðræðurnar drógust þó á langinn en í lok febrúar var tilkynnt um að viðræður héldu áfram. Síðastliðinn fimmtudag var hins vegar tilkynnt að Indigo hefði slitið viðræðunum. Var Jón Karl spurður að því á Sprengisandi hvort að hann teldi að Indigo hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air. „Ég er hræddur um að þeir hafi fyrst og fremst ætlað sér að þefa af þessu og læra. Þeir náðu slottunum á Gatwick og það er ýmislegt sem bendir til þess að þeir hafi nú fengið margt af því sem þeir ætluðu sér í þessum samningi,“ sagði Jón Karl.Og séu nú bara farnir með það?„Þeir eru farnir með það. Þeir fóru með slottin að minnsta kosti, á Gatwick. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta var en þetta er að minnsta kosti mjög merkilegt. Ef þú kaupir fyrirtæki þá er yfirleitt fyrsta reglan að þú reynir að gera það hratt til þess að fyrirtækið haldi þá áfram í rekstri ef það er markmiðið yfir höfuð,“ sagði Jón Karl og vísaði til þess að Wizz air, eitt af félögunum í eigu Indigo, hafi verið annað tveggja flugfélaga sem keypti flugtíma WOW air á Gatwick-flugvelli í Bretlandi. Viðræður standa nú yfir á milli Icelandair og WOW air um aðkomu fyrrnefnda félagsins að rekstri WOW air. Gáfu félögin sér frest til morgundagsins til þess að ljúka viðræðum. Hlusta má á viðtalið við Jón Karl og Magnús Árna hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið.„Þessir samningar við Indigo hafa verið mjög sérstakir. Yfirleitt þegar menn eru að kaupa fyrirtæki þá drífa þeir sig í að ganga frá þeim samningum eins hratt og hægt er til þess að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri. Þessar tafir, mánuð eftir mánuð, eru búnar að vera mjög merkilegar að horfa á,“ sagði Jón Karl á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu WOW Air ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Bandaríska félagið Indigo Partners hóf viðræður um aðkomu þess að WOW air í nóvember. Félagið er stofnað af Bill Franke og sérhæfir það sig í fjárfestingu í flugiðnaði. Félagið er stærsti hluthafinn í Wizz Air, sem meðal annars flýgur til og frá Íslandi. Þá á félagið einnig aðalfjárfestirinn í Tiger Airways og Spirit Airlines.Farnir með flugtímana á Gatwick Viðræðurnar stóðu yfir mánuðum saman en í fyrstu var útlit fyrir að samningar myndu nást. Tilkynnt var um að Indigo myndi koma með allt að 9,3 milljarða inn í WOW air og skömmu síðar var tilkynnt að félagið myndi eignast 49 prósenta hlut í WOW air.Sjá einnig: Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Viðræðurnar drógust þó á langinn en í lok febrúar var tilkynnt um að viðræður héldu áfram. Síðastliðinn fimmtudag var hins vegar tilkynnt að Indigo hefði slitið viðræðunum. Var Jón Karl spurður að því á Sprengisandi hvort að hann teldi að Indigo hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air. „Ég er hræddur um að þeir hafi fyrst og fremst ætlað sér að þefa af þessu og læra. Þeir náðu slottunum á Gatwick og það er ýmislegt sem bendir til þess að þeir hafi nú fengið margt af því sem þeir ætluðu sér í þessum samningi,“ sagði Jón Karl.Og séu nú bara farnir með það?„Þeir eru farnir með það. Þeir fóru með slottin að minnsta kosti, á Gatwick. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta var en þetta er að minnsta kosti mjög merkilegt. Ef þú kaupir fyrirtæki þá er yfirleitt fyrsta reglan að þú reynir að gera það hratt til þess að fyrirtækið haldi þá áfram í rekstri ef það er markmiðið yfir höfuð,“ sagði Jón Karl og vísaði til þess að Wizz air, eitt af félögunum í eigu Indigo, hafi verið annað tveggja flugfélaga sem keypti flugtíma WOW air á Gatwick-flugvelli í Bretlandi. Viðræður standa nú yfir á milli Icelandair og WOW air um aðkomu fyrrnefnda félagsins að rekstri WOW air. Gáfu félögin sér frest til morgundagsins til þess að ljúka viðræðum. Hlusta má á viðtalið við Jón Karl og Magnús Árna hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30