Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga getur orðið viðvarandi Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:30 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýnir Samgöngustofu vegna eftirlits með WOW air. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“ Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“
Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira