Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 12:36 Skúli Mogensen stofnandi WOW air. Vísir/Friðrik Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15