Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 18:09 Iceland Express kom sem stormsveipur inn á íslenskan flugmarkað á sínum tíma. Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes. Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes.
Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira