Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 22:48 Þetta er Nancy Pelosi. Getty/Win McNamee Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega. Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega.
Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15