Best að láta bara vaða Starri Freyr Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:30 Sigurvegarar Músíktilrauna síðasta árs, Ateria, hafa nýtt undanfarið ár vel til tónleikahalds og við að semja ný lög. F.v. eru Fönn Fannarsdóttir, Ása Ólafsdóttir og Eir Ólafsdóttir. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Undankvöld Músíktilrauna 2019 hefjast á morgun laugardag í Hörpu í Reykjavík. Næstu fjögur kvöld munu 35 listamenn stíga á svið og keppa um þátttöku í úrslitakvöldinu sem haldið verður laugardaginn 6. apríl. Undanfarið ár hefur verið annasamt og skemmtilegt hjá sigurvegurum síðasta árs, Ateria frá Reykjavík, en sveitina skipa systurnar Ása og Eir Ólafsdætur, og frænka þeirra Fönn Fannarsdóttir. „Síðan við unnum Músíktilraunir höfum við spilað á ýmsum tónlistar hátíðum, svo sem Iceland Airwaves, Secret Solstice, Aldrei fór ég suður og Innipúkanum,“ segir Ása gítar- og bassaleikari. „Við tókum einnig upp nokkur lög í stúdíói síðasta sumar en eigum eftir að vinna meira í þeim.“Kom á óvart Sigurinn á síðasta ári kom þeim verulega á óvart, segir Eir, sem er söngkona sveitarinnar, auk þess sem hún leikur á selló, bassa og hljómborð. „Við vorum virkilega hissa og vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera þegar búið var að tilkynna sigurinn. Auðvitað vorum við mjög glaðar enda brostum við eins og hálfvitar uppi á sviðinu.“ Fönn, trommuleikari Ateria, segir þær hafa tekið þátt í Músíktilraunum upp á reynsluna en þær gerðu alls ekki ráð fyrir því að ná langt. „Við munum vel eftir stressinu baksviðs en gerðum samt okkar besta til að hafa það notalegt. Við tókum t.d. með okkur hraðsuðuketil, bolla og te á úrslitakvöldið, enda kom það sér vel þar sem við þurftum oft að bíða lengi.“Fjölbreyttur bakgrunnur Þær segja helst hægt að líkja tónlist sveitarinnar við tilraunakennda rokktónlist. „Við höfum allar stundað klassískt hljóðfæranám sem hefur gagnast okkur mikið. Svo höfum við hlustað á alls konar tónlist, t.d. rokk, kvikmyndatónlist, íslenska þjóðlagatónlist og indítónlist. Þessi tónlist hefur svo blandast saman við klassíkina og orðið að graut sem hefur fengið útrás í Ateria. Yfirleitt er það Ása sem þróar hugmyndir okkar að beinagrind af lagi og við setjum svo allar þrjár kjöt á beinin svo úr verði lag. Við stefnum á að eyða næstu mánuðum í að klára upptökur og kannski gefa út eitt lag. Einnig verður sumarið nýtt í að æfa okkur enn frekar og þróa tónlistina áfram.“ Ein drekkur ekki kaffi Þær stunda allar nám en utan skólans og hljómsveitarinnar sinna þær ýmsum áhugamálum. „Mér finnst gaman að mála, lesa, elda, taka myndir, fara í göngutúra og drekka kaffi. Svo finnst mér almennt gaman að stússast í hinu og þessu, en líka bara að gera ekki neitt,“ segir Ása. Eir segist líka hafa gaman af lestri. „Auk þess skrifa ég, prjóna, fer í göngutúra og drekk te. Ég hef líka mikinn áhuga á ýmsum hlutum eins og norrænni goðafræði og tungumálum. Einnig hef ég stundað skylmingar og finnst það ferlega skemmtilegt.“ Fönn segist dugleg að heimsækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu þar sem hún hitti m.a. vini sína. „Ég æfi líka dans nokkrum sinnum í viku og hef gaman af því að lesa og hlusta á tónlist. Ólíkt systrunum er ég hvorki byrjuð að drekka te né kaffi.“Hitað upp fyrir tónleikana á Secret Solstice síðasta sumar. MYND/ÓLAFUR PÁLL JÓNSSONEkki ofhugsa hlutina Aðspurðar um hvatningarorð til ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlist og langar t.d. að taka þátt í Músíktilraunum, segjast þær eiga nokkur. „Við viljum helst hvetja ungt fólk til að láta bara vaða, ofhugsa ekki hlutina og hafa það í huga að það mun fyrst og fremst vera skemmtilegt að hafa tekið þátt í Músíktilraunum. Þetta fer nefnilega allt saman í reynslubankann.“ Að sjálfsögðu ætla þær að fylgjast með keppninni í ár. „Við munum fylgjast með keppninni næstu daga og erum auðvitað mjög spenntar að sjá hvernig hún fer fram og hvaða sveit stendur uppi sem sigurvegari í ár.“ Á Soundcloud síðu Músíktilrauna má hlusta á sýnishorn af lögum keppenda næstu daga og fylgja má stúlkunum úr Ateria eftir á Facebook og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu Músíktilraunir Tónlist Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Sjá meira
Undankvöld Músíktilrauna 2019 hefjast á morgun laugardag í Hörpu í Reykjavík. Næstu fjögur kvöld munu 35 listamenn stíga á svið og keppa um þátttöku í úrslitakvöldinu sem haldið verður laugardaginn 6. apríl. Undanfarið ár hefur verið annasamt og skemmtilegt hjá sigurvegurum síðasta árs, Ateria frá Reykjavík, en sveitina skipa systurnar Ása og Eir Ólafsdætur, og frænka þeirra Fönn Fannarsdóttir. „Síðan við unnum Músíktilraunir höfum við spilað á ýmsum tónlistar hátíðum, svo sem Iceland Airwaves, Secret Solstice, Aldrei fór ég suður og Innipúkanum,“ segir Ása gítar- og bassaleikari. „Við tókum einnig upp nokkur lög í stúdíói síðasta sumar en eigum eftir að vinna meira í þeim.“Kom á óvart Sigurinn á síðasta ári kom þeim verulega á óvart, segir Eir, sem er söngkona sveitarinnar, auk þess sem hún leikur á selló, bassa og hljómborð. „Við vorum virkilega hissa og vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera þegar búið var að tilkynna sigurinn. Auðvitað vorum við mjög glaðar enda brostum við eins og hálfvitar uppi á sviðinu.“ Fönn, trommuleikari Ateria, segir þær hafa tekið þátt í Músíktilraunum upp á reynsluna en þær gerðu alls ekki ráð fyrir því að ná langt. „Við munum vel eftir stressinu baksviðs en gerðum samt okkar besta til að hafa það notalegt. Við tókum t.d. með okkur hraðsuðuketil, bolla og te á úrslitakvöldið, enda kom það sér vel þar sem við þurftum oft að bíða lengi.“Fjölbreyttur bakgrunnur Þær segja helst hægt að líkja tónlist sveitarinnar við tilraunakennda rokktónlist. „Við höfum allar stundað klassískt hljóðfæranám sem hefur gagnast okkur mikið. Svo höfum við hlustað á alls konar tónlist, t.d. rokk, kvikmyndatónlist, íslenska þjóðlagatónlist og indítónlist. Þessi tónlist hefur svo blandast saman við klassíkina og orðið að graut sem hefur fengið útrás í Ateria. Yfirleitt er það Ása sem þróar hugmyndir okkar að beinagrind af lagi og við setjum svo allar þrjár kjöt á beinin svo úr verði lag. Við stefnum á að eyða næstu mánuðum í að klára upptökur og kannski gefa út eitt lag. Einnig verður sumarið nýtt í að æfa okkur enn frekar og þróa tónlistina áfram.“ Ein drekkur ekki kaffi Þær stunda allar nám en utan skólans og hljómsveitarinnar sinna þær ýmsum áhugamálum. „Mér finnst gaman að mála, lesa, elda, taka myndir, fara í göngutúra og drekka kaffi. Svo finnst mér almennt gaman að stússast í hinu og þessu, en líka bara að gera ekki neitt,“ segir Ása. Eir segist líka hafa gaman af lestri. „Auk þess skrifa ég, prjóna, fer í göngutúra og drekk te. Ég hef líka mikinn áhuga á ýmsum hlutum eins og norrænni goðafræði og tungumálum. Einnig hef ég stundað skylmingar og finnst það ferlega skemmtilegt.“ Fönn segist dugleg að heimsækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu þar sem hún hitti m.a. vini sína. „Ég æfi líka dans nokkrum sinnum í viku og hef gaman af því að lesa og hlusta á tónlist. Ólíkt systrunum er ég hvorki byrjuð að drekka te né kaffi.“Hitað upp fyrir tónleikana á Secret Solstice síðasta sumar. MYND/ÓLAFUR PÁLL JÓNSSONEkki ofhugsa hlutina Aðspurðar um hvatningarorð til ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlist og langar t.d. að taka þátt í Músíktilraunum, segjast þær eiga nokkur. „Við viljum helst hvetja ungt fólk til að láta bara vaða, ofhugsa ekki hlutina og hafa það í huga að það mun fyrst og fremst vera skemmtilegt að hafa tekið þátt í Músíktilraunum. Þetta fer nefnilega allt saman í reynslubankann.“ Að sjálfsögðu ætla þær að fylgjast með keppninni í ár. „Við munum fylgjast með keppninni næstu daga og erum auðvitað mjög spenntar að sjá hvernig hún fer fram og hvaða sveit stendur uppi sem sigurvegari í ár.“ Á Soundcloud síðu Músíktilrauna má hlusta á sýnishorn af lögum keppenda næstu daga og fylgja má stúlkunum úr Ateria eftir á Facebook og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu Músíktilraunir Tónlist Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið