Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2019 19:45 Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.” Neytendur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.”
Neytendur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira