Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2019 14:41 Mikil reiði er ríkjandi meðan umhverfisverndarsinna sem telja nánast vonlaust að ný lög um fiskeldi fái faglega afgreiðslu á Alþingi. Nordicphotos/Getty „Það lýsir miklum dómgreindarskorti að meðlimir í atvinnuveganefnd Alþingis telji við hæfi að fulltrúar stóru sjókvíaeldisfyrirtækjanna taki þátt í vettfangsferðum og fundarhöldum nefndarinnar í Noregi,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mikil reiði er nú ríkjandi meðal umhverfisverndarsinna meðal annars vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs þar sem hún er að kynna sér sjókvíaeldi í Noregi. Þeir telja einsýnt að keyra eigi í gegn frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem snúa að fiskeldi. Bæði Kjarninn sem og Stundin hafa fjallað skilmerkilega um frumvarpið sem og þessa ólgu vegna hinnar umdeildu farar.Efast um trúverðugleika nefndarinnarÍ umsögn frá Landssambandi veiðifélaga er það meðal annars gagnrýnt að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra geti samkvæmt nýjum lögum hunsað ráðleggingar sérfræðinga, reyndar telja þeir frumvarpið vantraustsyfirlýsingu ráðherra á Hafrannsóknarstofnun. Þeir sem fara fyrir umhverfisverndar- og veiðifélögum telja einsýnt að málið muni aldrei fá réttláta málsmeðferð. Reyndar eru umsagnir við frumvarpið afar harðorðar sumar hverjar. Fyrsta umræða um ný lög var á þinginu í gær.Jón Kaldal telur það lýsa dómgreindarbresti af hálfu atvinnuveganefndar að fara í fylgd hagsmunaaðila til Noregs til að skoða fiskeldi þar.„Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, hefur sagt að þessi ferð sé mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir umræður Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Við skulum athuga að þau lög munu gilda um starfsemi fyrirtækja þeirra manna sem má sjá skælbrosandi með þumla á lofti á ljósmyndum með meðlimum atvinnuveganefndar í Noregsferðinni. Þetta er auðvitað mjög ótraustvekjandi. Hver er trúverðugleiki atvinnuveganefndar eftir þetta?“ spyr Jón og hann bætir því við: „Þetta sýnir í hnotskurn hversu greiðan aðgang hagsmunagæslumenn sjókvíaeldisins hafa að alþingismönnum og ráðherra málaflokksins.Hér má sjá þá Kjartan Ólafsson og Kolbein Óttarsson Proppé glaða á góðri stundu í Noregi.Í þessu tilviki eru þeir beinlínis á ferð með atvinnuveganefnd þegar hún er að vinna að undirbúningi lagasetningar sem á að gilda um starfsemi fyrirtæki þeirra. Ég trúi ekki að öllum þingheimi þyki þetta ásættanlegt.“„Ótrúlegt að horfa uppá þetta“ Jón Þór Ólason er formaður Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Hann er einn þeirra sem skilaði inn ítarlegri umsögn um umrætt frumvarp. Honum blöskrar ferð atvinnuveganefndar í fylgd hagsmunaaðila: „Þetta er í sjálfu sér stórmerkilegt - sýndarheimsóknir til þeirra sem eru á móti fiskeldi en svo er siglt með bros á vör með þeim sem eiga hagsmuni að gæta og kvíar skoðaðar. Skoða verður málið frá báðum hliðum en slagsíðan á þessari heimsókn er bersýnileg. Á meðan nefndin sem kemur til með að fá laxeldisfrumvarpið er í Noregi er fyrsta umræða keyrð á stað í þinginu án fyrirvara. Ótrúlegt að horfa upp á þetta.“Jón Þór Ólason formaður SVFR er ómyrkur í máli og telur ótrúlegt að horfa uppá það hvernig fagleg og hlutlæg vinnubrögð atvinnuveganefndar eru fyrir borð borin, að hans mati.Skælbrosandi með stjórnarformanninum Jón Þór birti mynd á Facebooksíðu sinni og ljóst er að honum er brugðið: „Þessir herramenn eru skælbrosandi. Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kjartan Ólafsson. Kolbeinn er þingmaður flokks sem kennir sig við náttúruvernd en Kjartan er stjórnarformaður Arnarlax, stærsta netapokaeldisfyrirtækis á Íslandi, sem treður niður norskum laxi í íslenska náttúru,“ segir Jón Þór og hann heldur áfram: „Arnarlax er að langstærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins SalMar. Kolbeinn er í atvinnuveganefnd Alþingis sem er að kynna sér fiskeldi í Noregi á „hlutlausan hátt”. Á meðan nefndin nýtur traustrar fylgdar fyrirsvarsmanna íslenskra netapokafyrirtækja, freistar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að keyra í gegn breytingarfrumvarp á Alþingi á vanhugsuðu frumvarpi um fiskeldi.“ Nauðsynlegt að kynna sér málin Freyr Gylfason, sem starfar fyrir Landssamband Fiskeldsstöðva og ritstýrir Fiskeldisblaðinu, telur þetta vart boðlegan málflutning:Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.„Það væri að minnsta kosti siðferðislega og faglega rangt ef þingmennirnir sem eiga að fjalla um þessi mál væru ekki að kynna sér reynslu annarra þjóða með þeim hætti sem þeir eru að gera þarna. Get ekki betur séð á fréttum en að þingmennirnir okkar hafi bæði kynnt sér starfsemi sjókvíeldisstöðva og fundað með umhverfissamtökum í Noregi og verið á ráðstefnu þar sem tekist var á um kosti og galla sjókvíeldis. Þau eru reynslunni ríkari.“ Freyr segir að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi „kynnt sér þessi málefni mjög faglega í öðrum heimsóknum til Noregs og ef ég þekki hann rétt þá getur enginn haft áhrif á þær skoðanir sem hann hefur myndað sér á grundvelli þess sem hann hefur heyrt og séð í Noregi,“ segir Freyr. Og telur að þó Kolbeinn brosi fallega á ljósmynd með stjórnarformanni Arnarlax þá eigi menn ekki að þurfa að óttast að hagsmunaaðilar hafi áhrif á faglegar skoðanir og þekkingu þingmannsins.“Boðar átök Þessi orð eru ekki til þess fallin að milda gramt geð Jóns Þórs þó hann sé sammála því að vert sé að kynna sér stöðuna í Noregi, og það til hlýtar.Atvinnuveganefnd er að koma til landsins en hún hefur verið í Noregi að kynna sér sjókvíaeldi við Noregsstrendur.„Hins vegar er veruleg slagsíða á þessari ferð ef horft er á dagskrána í heild sinni. Til dæmis átti ein heimsókn til náttúruverndarsinna að standa í um 20 mín sem bersýnilega er málamyndaheimsókn en til þess fallin að búa menn undir þá orðræðu að málið hafi verið skoðað frá öllum hliðum. Það að nefndin sé að spóka sig með Gumma Gísla og Kjartani er á engan hátt trúverðugt og ofan á bætist að keyra á málið hratt í gegn á Alþingi, sem sést best á því að fyrsta Umræðan á þessari hrákasmíði, sem frumvarpið er, hefst meðan að atvinnuveganefndin er í Noregi. Trúverðugleiki þessara pólitísku vinnubragða er því miður enginn.“ Jón Þór segir jafnframt þetta stórt mál sem þarfnist ítarlegrar og málefnalegrar umræðu. „Sama hvort þú ert fylgjandi sjókvíaeldi eður ei. Ekki fór málið vel af stað í þinginu enda virðast þingmenn litla þekkingu hafa á málefninu, en af orðfæri þeirra má sjá að þið hafið undirbúið ykkar málstað vel en þekking á málstað náttúrunnar virðist ekki vera til staðar. Nú fyrst munu átökin harðna.“Fyrrverandi forseti þingsins talsmaður eldismanna Enn einn verndunarsinni sem vill gjalda varhug við því í hvað stefnir er Haraldur Eiríksson en hann er veiðileyfasali í Bretlandi og stjórnarmaður í Icelandic Wildlife Fund.Haraldur Eiríksson er afar ósáttur við það í hvað stefnir. Hann telur einsýnt að málið fái aldrei hlutlæga afgreiðslu á þinginu.„Nefndin er að sækja sér þekkingu sem í framhaldinu á að nota við löggjöf fiskeldisfyrirtækja og starfsumhverfis þeirra. Skipan hennar og svo fréttirnar úr þessari ferð gefa ekki tilefni til bjartsýni úr búðum veiðiréttareigenda og umhverfissinna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann bendir á að nú, þegar Einar K. Guðfinnsson, fyrrum forseti Alþingis, hafi ráðið sig til vinnu sem talsmaður norskra sjókvíaeldismanna, sé ekki von á góðu. „Hann er að verja ansi vafasaman málstað og gerir sér grein fyrir því. Hann heldur meðal annars úti áróðurssíðu Landssambands Fiskeldisstöðva á Facebook.“Vestfirskar valkyrjur stýra nefndinni Haraldur telur Einar á gráu svæði í hagsmunagæslu sinni: „Nú ber svo við að fyrrum starfsmenn laxeldisstöðva eru farnir að kvarta undan starfseminni og benda á ýmislegt vafasamt í þeirra starfsemi.Vestifirskar valkyrjur stjórna atvinnuveganefnd, að sögn formannsins. Lilju Rafneyjar.Meðal annars kom fram hjá einum að Landhelgisgæslan hefði stöðvað þjónustubáta hjá þeim vegna þess að þeir réðu menn á þá án þess að þeir séu með þar til gild skírteini. Sami maður benti á lúsafaraldur og ólöglega förgun á sýktum laxi. Og hvað gerir Einar K Guðfinnsson? Hann ritskoðar síðuna og hendir mönnum út og eyðir þeirra skrifum? Makalaust alveg.“ Haraldur bendir svo á að atvinnuveganefndin sé afar einsleit og það sýni til dæmis stöðufærsla Lilju Rafneyjar, formanns nefndarinnar, sem í síðustu kosningabaráttu lýsti yfir eindregnum stuðningi við fiskeldið. Lilja Rafney birti mynd af hluta nefndarinnar: „Vestfirskar valkyrjur stýra Atvinnuveganefnd sem er skemmtilegt.“ Og á myndinni má sjá þær Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur frá Ísafirði, Höllu Signý Kristjánsdóttur Önfirðing og Birgittu Kristjánsdóttur Bolvíking. Haraldur segir að það sé borin von að nefndin fjalli um þessi mál af hlutlægni. Nú, þegar þetta er skrifað, er atvinnuveganefnd á heimleið frá Noregi. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Það lýsir miklum dómgreindarskorti að meðlimir í atvinnuveganefnd Alþingis telji við hæfi að fulltrúar stóru sjókvíaeldisfyrirtækjanna taki þátt í vettfangsferðum og fundarhöldum nefndarinnar í Noregi,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mikil reiði er nú ríkjandi meðal umhverfisverndarsinna meðal annars vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs þar sem hún er að kynna sér sjókvíaeldi í Noregi. Þeir telja einsýnt að keyra eigi í gegn frumvarp sem felur í sér breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem snúa að fiskeldi. Bæði Kjarninn sem og Stundin hafa fjallað skilmerkilega um frumvarpið sem og þessa ólgu vegna hinnar umdeildu farar.Efast um trúverðugleika nefndarinnarÍ umsögn frá Landssambandi veiðifélaga er það meðal annars gagnrýnt að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra geti samkvæmt nýjum lögum hunsað ráðleggingar sérfræðinga, reyndar telja þeir frumvarpið vantraustsyfirlýsingu ráðherra á Hafrannsóknarstofnun. Þeir sem fara fyrir umhverfisverndar- og veiðifélögum telja einsýnt að málið muni aldrei fá réttláta málsmeðferð. Reyndar eru umsagnir við frumvarpið afar harðorðar sumar hverjar. Fyrsta umræða um ný lög var á þinginu í gær.Jón Kaldal telur það lýsa dómgreindarbresti af hálfu atvinnuveganefndar að fara í fylgd hagsmunaaðila til Noregs til að skoða fiskeldi þar.„Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, hefur sagt að þessi ferð sé mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir umræður Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Við skulum athuga að þau lög munu gilda um starfsemi fyrirtækja þeirra manna sem má sjá skælbrosandi með þumla á lofti á ljósmyndum með meðlimum atvinnuveganefndar í Noregsferðinni. Þetta er auðvitað mjög ótraustvekjandi. Hver er trúverðugleiki atvinnuveganefndar eftir þetta?“ spyr Jón og hann bætir því við: „Þetta sýnir í hnotskurn hversu greiðan aðgang hagsmunagæslumenn sjókvíaeldisins hafa að alþingismönnum og ráðherra málaflokksins.Hér má sjá þá Kjartan Ólafsson og Kolbein Óttarsson Proppé glaða á góðri stundu í Noregi.Í þessu tilviki eru þeir beinlínis á ferð með atvinnuveganefnd þegar hún er að vinna að undirbúningi lagasetningar sem á að gilda um starfsemi fyrirtæki þeirra. Ég trúi ekki að öllum þingheimi þyki þetta ásættanlegt.“„Ótrúlegt að horfa uppá þetta“ Jón Þór Ólason er formaður Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Hann er einn þeirra sem skilaði inn ítarlegri umsögn um umrætt frumvarp. Honum blöskrar ferð atvinnuveganefndar í fylgd hagsmunaaðila: „Þetta er í sjálfu sér stórmerkilegt - sýndarheimsóknir til þeirra sem eru á móti fiskeldi en svo er siglt með bros á vör með þeim sem eiga hagsmuni að gæta og kvíar skoðaðar. Skoða verður málið frá báðum hliðum en slagsíðan á þessari heimsókn er bersýnileg. Á meðan nefndin sem kemur til með að fá laxeldisfrumvarpið er í Noregi er fyrsta umræða keyrð á stað í þinginu án fyrirvara. Ótrúlegt að horfa upp á þetta.“Jón Þór Ólason formaður SVFR er ómyrkur í máli og telur ótrúlegt að horfa uppá það hvernig fagleg og hlutlæg vinnubrögð atvinnuveganefndar eru fyrir borð borin, að hans mati.Skælbrosandi með stjórnarformanninum Jón Þór birti mynd á Facebooksíðu sinni og ljóst er að honum er brugðið: „Þessir herramenn eru skælbrosandi. Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kjartan Ólafsson. Kolbeinn er þingmaður flokks sem kennir sig við náttúruvernd en Kjartan er stjórnarformaður Arnarlax, stærsta netapokaeldisfyrirtækis á Íslandi, sem treður niður norskum laxi í íslenska náttúru,“ segir Jón Þór og hann heldur áfram: „Arnarlax er að langstærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins SalMar. Kolbeinn er í atvinnuveganefnd Alþingis sem er að kynna sér fiskeldi í Noregi á „hlutlausan hátt”. Á meðan nefndin nýtur traustrar fylgdar fyrirsvarsmanna íslenskra netapokafyrirtækja, freistar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að keyra í gegn breytingarfrumvarp á Alþingi á vanhugsuðu frumvarpi um fiskeldi.“ Nauðsynlegt að kynna sér málin Freyr Gylfason, sem starfar fyrir Landssamband Fiskeldsstöðva og ritstýrir Fiskeldisblaðinu, telur þetta vart boðlegan málflutning:Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.„Það væri að minnsta kosti siðferðislega og faglega rangt ef þingmennirnir sem eiga að fjalla um þessi mál væru ekki að kynna sér reynslu annarra þjóða með þeim hætti sem þeir eru að gera þarna. Get ekki betur séð á fréttum en að þingmennirnir okkar hafi bæði kynnt sér starfsemi sjókvíeldisstöðva og fundað með umhverfissamtökum í Noregi og verið á ráðstefnu þar sem tekist var á um kosti og galla sjókvíeldis. Þau eru reynslunni ríkari.“ Freyr segir að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi „kynnt sér þessi málefni mjög faglega í öðrum heimsóknum til Noregs og ef ég þekki hann rétt þá getur enginn haft áhrif á þær skoðanir sem hann hefur myndað sér á grundvelli þess sem hann hefur heyrt og séð í Noregi,“ segir Freyr. Og telur að þó Kolbeinn brosi fallega á ljósmynd með stjórnarformanni Arnarlax þá eigi menn ekki að þurfa að óttast að hagsmunaaðilar hafi áhrif á faglegar skoðanir og þekkingu þingmannsins.“Boðar átök Þessi orð eru ekki til þess fallin að milda gramt geð Jóns Þórs þó hann sé sammála því að vert sé að kynna sér stöðuna í Noregi, og það til hlýtar.Atvinnuveganefnd er að koma til landsins en hún hefur verið í Noregi að kynna sér sjókvíaeldi við Noregsstrendur.„Hins vegar er veruleg slagsíða á þessari ferð ef horft er á dagskrána í heild sinni. Til dæmis átti ein heimsókn til náttúruverndarsinna að standa í um 20 mín sem bersýnilega er málamyndaheimsókn en til þess fallin að búa menn undir þá orðræðu að málið hafi verið skoðað frá öllum hliðum. Það að nefndin sé að spóka sig með Gumma Gísla og Kjartani er á engan hátt trúverðugt og ofan á bætist að keyra á málið hratt í gegn á Alþingi, sem sést best á því að fyrsta Umræðan á þessari hrákasmíði, sem frumvarpið er, hefst meðan að atvinnuveganefndin er í Noregi. Trúverðugleiki þessara pólitísku vinnubragða er því miður enginn.“ Jón Þór segir jafnframt þetta stórt mál sem þarfnist ítarlegrar og málefnalegrar umræðu. „Sama hvort þú ert fylgjandi sjókvíaeldi eður ei. Ekki fór málið vel af stað í þinginu enda virðast þingmenn litla þekkingu hafa á málefninu, en af orðfæri þeirra má sjá að þið hafið undirbúið ykkar málstað vel en þekking á málstað náttúrunnar virðist ekki vera til staðar. Nú fyrst munu átökin harðna.“Fyrrverandi forseti þingsins talsmaður eldismanna Enn einn verndunarsinni sem vill gjalda varhug við því í hvað stefnir er Haraldur Eiríksson en hann er veiðileyfasali í Bretlandi og stjórnarmaður í Icelandic Wildlife Fund.Haraldur Eiríksson er afar ósáttur við það í hvað stefnir. Hann telur einsýnt að málið fái aldrei hlutlæga afgreiðslu á þinginu.„Nefndin er að sækja sér þekkingu sem í framhaldinu á að nota við löggjöf fiskeldisfyrirtækja og starfsumhverfis þeirra. Skipan hennar og svo fréttirnar úr þessari ferð gefa ekki tilefni til bjartsýni úr búðum veiðiréttareigenda og umhverfissinna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann bendir á að nú, þegar Einar K. Guðfinnsson, fyrrum forseti Alþingis, hafi ráðið sig til vinnu sem talsmaður norskra sjókvíaeldismanna, sé ekki von á góðu. „Hann er að verja ansi vafasaman málstað og gerir sér grein fyrir því. Hann heldur meðal annars úti áróðurssíðu Landssambands Fiskeldisstöðva á Facebook.“Vestfirskar valkyrjur stýra nefndinni Haraldur telur Einar á gráu svæði í hagsmunagæslu sinni: „Nú ber svo við að fyrrum starfsmenn laxeldisstöðva eru farnir að kvarta undan starfseminni og benda á ýmislegt vafasamt í þeirra starfsemi.Vestifirskar valkyrjur stjórna atvinnuveganefnd, að sögn formannsins. Lilju Rafneyjar.Meðal annars kom fram hjá einum að Landhelgisgæslan hefði stöðvað þjónustubáta hjá þeim vegna þess að þeir réðu menn á þá án þess að þeir séu með þar til gild skírteini. Sami maður benti á lúsafaraldur og ólöglega förgun á sýktum laxi. Og hvað gerir Einar K Guðfinnsson? Hann ritskoðar síðuna og hendir mönnum út og eyðir þeirra skrifum? Makalaust alveg.“ Haraldur bendir svo á að atvinnuveganefndin sé afar einsleit og það sýni til dæmis stöðufærsla Lilju Rafneyjar, formanns nefndarinnar, sem í síðustu kosningabaráttu lýsti yfir eindregnum stuðningi við fiskeldið. Lilja Rafney birti mynd af hluta nefndarinnar: „Vestfirskar valkyrjur stýra Atvinnuveganefnd sem er skemmtilegt.“ Og á myndinni má sjá þær Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur frá Ísafirði, Höllu Signý Kristjánsdóttur Önfirðing og Birgittu Kristjánsdóttur Bolvíking. Haraldur segir að það sé borin von að nefndin fjalli um þessi mál af hlutlægni. Nú, þegar þetta er skrifað, er atvinnuveganefnd á heimleið frá Noregi.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37
Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13