Hetjudáðir í lokin hjá Luka fyrir framan stóran hóp af löndum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:30 Luka Doncic fagnar einni af körfum sínum á lokakaflanum en Seth Curry er ekki eins sáttur. AP/Tony Gutierrez Nýja súperliðið í Philadelphia fór létt með LeBron og félaga í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, tvö vítaskot DeMarcus Cousins nokkrum sekúndum fyrir leikslok tryggðu meisturum Golden State Warriors nauman heimasigur og Dallas Mavericks vann endurkomusigur þökk sé frábærum fjórða leikhluta hjá nýliðanum Luka Doncic.A double-double from Joel Embiid (37 PTS, 14 REB) leads @sixers to home win! #HereTheyComepic.twitter.com/iZK2gCnLAT — NBA (@NBA) February 11, 2019Joel Embiid var með 37 stig og 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 143-120 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var annar leikur Sixers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris frá Los Angeles Clippers. Harris var með 22 stig í þessum leik, JJ Redick skoraði 21 stig og Jimmy Butler var með 15 stig. Það var mikil stemmning í Philadelphia en þetta var stórleikur dagsins í bandaríska sjónvarpinu og lætin minntu helst á leik í úrslitakeppninni. Philadelphia 76ers hefur unnið báða leiki sína eftir að Tobias Harris kom og liðið lítur afar vel út. Kyle Kuzma skoraði 39 stig fyrir Lakersliðið og LeBron James vantaði eina stoðsendingu í þrennuna en hann endaði með 18 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Luka Doncic scores 13 of his 28 points in the fourth quarter to guide @dallasmavs to comeback win! pic.twitter.com/2yRRbJPIOA — NBA (@NBA) February 11, 2019Nýliðinn Luka Doncic skoraði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 102-101 endurkomusigur á Portland Trail Blazers. Dallas vann upp fimmtán stiga forskot í lokaleikhlutanum. Doncic var einnig með 9 frákös og 6 stoðsendingar en hetjudáðir hans í síðasta leikhlutanum voru við hæfi þar sem á leikinn var mættur hundrað manna hópur frá Slóveníu sem hafði ferðast um langan veg til að fylgjast með sínum manni. Damian Lillard skoraði 21 af 30 stigi sínum í seinni hluta þriðja leikhlutans og hjálpaði Portland að ná 96-81 forystu í byrjun fjórða leikhluta. Það verður fróðlegt að fylgjast með Luka Doncic í næstu leikjum því slóvenski aðdáandahópurinn mun mæta á næstu tvo leiki. Sá fyrri er í Houston en sá seinni er þegar Miami Heat kemur í heimsókn. Hópurinn ætlaði að sjá einvígið á milli Luka Doncic og landa hans Goran Dragic hjá Miami en ekkert verður af því. Dragic er enn frá vegna meiðsla og missir af þessum leik.The @warriors overcome 19 point deficit to outlast @MiamiHEAT in Oracle! pic.twitter.com/3YXHxfQ5Zi — NBA (@NBA) February 11, 2019Kevin Durant skoraði 39 stig í 120-118 heimasigri Golden State Warriors á Miami Heat en það var hins vegar DeMarcus Cousins sem tryggði liðinu sigurinn með því að setja niður tvö vítaskot 5,4 sekúndum fyrir leikslok. Cousins hafði þá náð sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Durant og fiskað vítaskot. Miami Heat komst 19 stigum yfir í fyrsta leikhlutanum en Golden State sýndi styrk með því að koma til baka. Þetta var í ellefta skiptið á tímabilinu sem Golden State vinnur leik eftir að hafa lent tíu stigum undir. Liðið kom til baka á föstudagskvöldið eftir að hafa lent 17 stigum undir á móti Phoenix Suns. Klay Thompson skoraði 29 stig fyrir Golden State og Stephen Curry var með 25 stig. Josh Richardson var frábær í byrjun og endaði leikinn með átta þrista og 37 stig fyrir Miami.Josh Richardson turns up the HEAT with career-high 37 points, including 8 3PM! #HeatCulturepic.twitter.com/BEdweAPyyy — NBA (@NBA) February 11, 2019#NikolaVucevic (19p,12r) & Jonathan Isaac (17p, 5b) lead @OrlandoMagic on the road! pic.twitter.com/y06asy4OHv — NBA (@NBA) February 11, 2019#NBARooks Marvin Bagley III drops in a career-high 32 points to fuel @SacramentoKings at home! pic.twitter.com/isPhcJLzA0 — NBA (@NBA) February 11, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Miami Heat 120-118 Atlanta Hawks - Orlando Magic 108-124 Sacramento Kings - Phoenix Suns 117-104 Philadelphia 76ers - Los Angeles Lakers 143-120 Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 102-101 NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Nýja súperliðið í Philadelphia fór létt með LeBron og félaga í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, tvö vítaskot DeMarcus Cousins nokkrum sekúndum fyrir leikslok tryggðu meisturum Golden State Warriors nauman heimasigur og Dallas Mavericks vann endurkomusigur þökk sé frábærum fjórða leikhluta hjá nýliðanum Luka Doncic.A double-double from Joel Embiid (37 PTS, 14 REB) leads @sixers to home win! #HereTheyComepic.twitter.com/iZK2gCnLAT — NBA (@NBA) February 11, 2019Joel Embiid var með 37 stig og 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 143-120 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var annar leikur Sixers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris frá Los Angeles Clippers. Harris var með 22 stig í þessum leik, JJ Redick skoraði 21 stig og Jimmy Butler var með 15 stig. Það var mikil stemmning í Philadelphia en þetta var stórleikur dagsins í bandaríska sjónvarpinu og lætin minntu helst á leik í úrslitakeppninni. Philadelphia 76ers hefur unnið báða leiki sína eftir að Tobias Harris kom og liðið lítur afar vel út. Kyle Kuzma skoraði 39 stig fyrir Lakersliðið og LeBron James vantaði eina stoðsendingu í þrennuna en hann endaði með 18 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Luka Doncic scores 13 of his 28 points in the fourth quarter to guide @dallasmavs to comeback win! pic.twitter.com/2yRRbJPIOA — NBA (@NBA) February 11, 2019Nýliðinn Luka Doncic skoraði 13 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 102-101 endurkomusigur á Portland Trail Blazers. Dallas vann upp fimmtán stiga forskot í lokaleikhlutanum. Doncic var einnig með 9 frákös og 6 stoðsendingar en hetjudáðir hans í síðasta leikhlutanum voru við hæfi þar sem á leikinn var mættur hundrað manna hópur frá Slóveníu sem hafði ferðast um langan veg til að fylgjast með sínum manni. Damian Lillard skoraði 21 af 30 stigi sínum í seinni hluta þriðja leikhlutans og hjálpaði Portland að ná 96-81 forystu í byrjun fjórða leikhluta. Það verður fróðlegt að fylgjast með Luka Doncic í næstu leikjum því slóvenski aðdáandahópurinn mun mæta á næstu tvo leiki. Sá fyrri er í Houston en sá seinni er þegar Miami Heat kemur í heimsókn. Hópurinn ætlaði að sjá einvígið á milli Luka Doncic og landa hans Goran Dragic hjá Miami en ekkert verður af því. Dragic er enn frá vegna meiðsla og missir af þessum leik.The @warriors overcome 19 point deficit to outlast @MiamiHEAT in Oracle! pic.twitter.com/3YXHxfQ5Zi — NBA (@NBA) February 11, 2019Kevin Durant skoraði 39 stig í 120-118 heimasigri Golden State Warriors á Miami Heat en það var hins vegar DeMarcus Cousins sem tryggði liðinu sigurinn með því að setja niður tvö vítaskot 5,4 sekúndum fyrir leikslok. Cousins hafði þá náð sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Durant og fiskað vítaskot. Miami Heat komst 19 stigum yfir í fyrsta leikhlutanum en Golden State sýndi styrk með því að koma til baka. Þetta var í ellefta skiptið á tímabilinu sem Golden State vinnur leik eftir að hafa lent tíu stigum undir. Liðið kom til baka á föstudagskvöldið eftir að hafa lent 17 stigum undir á móti Phoenix Suns. Klay Thompson skoraði 29 stig fyrir Golden State og Stephen Curry var með 25 stig. Josh Richardson var frábær í byrjun og endaði leikinn með átta þrista og 37 stig fyrir Miami.Josh Richardson turns up the HEAT with career-high 37 points, including 8 3PM! #HeatCulturepic.twitter.com/BEdweAPyyy — NBA (@NBA) February 11, 2019#NikolaVucevic (19p,12r) & Jonathan Isaac (17p, 5b) lead @OrlandoMagic on the road! pic.twitter.com/y06asy4OHv — NBA (@NBA) February 11, 2019#NBARooks Marvin Bagley III drops in a career-high 32 points to fuel @SacramentoKings at home! pic.twitter.com/isPhcJLzA0 — NBA (@NBA) February 11, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Miami Heat 120-118 Atlanta Hawks - Orlando Magic 108-124 Sacramento Kings - Phoenix Suns 117-104 Philadelphia 76ers - Los Angeles Lakers 143-120 Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 102-101
NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira