„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 19:07 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30