Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. FBL/Stefán Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30