Valur vann tíunda leikinn í röð og naumur sigur Keflavíkur gegn botnliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 17:53 Helena í leik með Val gegn Keflavík fyrr í vetur. vísir/vilhelm Valur vann tíunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna er liðið hafði betur gegn Stjörunni í Origo-höllinni í dag, 83-60. Valur vann fyrsta leikhlutann með sex stigum og virtist vera gera út um leikinn í öðrum leikhlutanum sem Valsstúlkur unnu með fjórtán stigum. Þær leiddu í hálfleik 40-20. Gestirnir úr Garðabæ hættu ekki og náðu aðeins að minnka muninn en ekki það mikið að úr varð mikil spenna. Tíundi sigur Vals í röð niðurstaðan en Valur er áfram í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir toppliðum KR og Keflavíkur. Stjarnan í fimmta sætinu með 22 stig en gæti verið komið fjórum stigum á eftir úrslitakeppnissæti vinni Snæfell Hauka í síðasta leik umferðarinnar sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Helena Sverrisdóttir var frábær í liði Vals. Hún skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Simona Podesvova gerði svo fimmtán stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Danielle Victoria Rodriguez sem dró vagninn. Hún skoraði 27 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en næsti leikmaður var einungis með átta stig. Munaði um minna.Brittanny var frábær í kvöld.vísir/vilhelmKeflavík gekk illa að hrista af sér botnlið Breiðabliks er liðin mættust í Kópavogi í kvöld. Keflavík hafði þó að endingu betur, 71-67, eftir mikið japl, jaml og fuður. Leikhlutar eitt og tvö voru eins og svart og hvítt. Keflavík skoraði einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum gegn þrettán stigum Blika en gestirnir fundu þjölina í öðrum leikhlutanum og skoruðu 26 stig. Í hálfleik var því staðan 33-30, Keflavík í vil, en botnlið Blika hélt áfram að bíta frá sér og voru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Það var mikil spenna í síðasta leikhlutanum en Keflavík hafði að lokum betur, 71-67. Þær eru því áfram með jafn mörg stig og KR í toppsætinu en Breiðablik er á botninum með tvö stig. Brittanny Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig, átján fráköst og sex stoðsendingar en Birna Valgerður Benónýsdóttir bætti við tuttugu stigum og fimm fráköstum. Sanja Orazovic gerði 26 stig fyrir Blika og tók þar að auki ellefu fráköst. Ragnheiður Björk Einarsdóttir átti flottan leik en hún skoraði sextán stig og tók níu fráköst. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Valur vann tíunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna er liðið hafði betur gegn Stjörunni í Origo-höllinni í dag, 83-60. Valur vann fyrsta leikhlutann með sex stigum og virtist vera gera út um leikinn í öðrum leikhlutanum sem Valsstúlkur unnu með fjórtán stigum. Þær leiddu í hálfleik 40-20. Gestirnir úr Garðabæ hættu ekki og náðu aðeins að minnka muninn en ekki það mikið að úr varð mikil spenna. Tíundi sigur Vals í röð niðurstaðan en Valur er áfram í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir toppliðum KR og Keflavíkur. Stjarnan í fimmta sætinu með 22 stig en gæti verið komið fjórum stigum á eftir úrslitakeppnissæti vinni Snæfell Hauka í síðasta leik umferðarinnar sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Helena Sverrisdóttir var frábær í liði Vals. Hún skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Simona Podesvova gerði svo fimmtán stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Danielle Victoria Rodriguez sem dró vagninn. Hún skoraði 27 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en næsti leikmaður var einungis með átta stig. Munaði um minna.Brittanny var frábær í kvöld.vísir/vilhelmKeflavík gekk illa að hrista af sér botnlið Breiðabliks er liðin mættust í Kópavogi í kvöld. Keflavík hafði þó að endingu betur, 71-67, eftir mikið japl, jaml og fuður. Leikhlutar eitt og tvö voru eins og svart og hvítt. Keflavík skoraði einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum gegn þrettán stigum Blika en gestirnir fundu þjölina í öðrum leikhlutanum og skoruðu 26 stig. Í hálfleik var því staðan 33-30, Keflavík í vil, en botnlið Blika hélt áfram að bíta frá sér og voru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Það var mikil spenna í síðasta leikhlutanum en Keflavík hafði að lokum betur, 71-67. Þær eru því áfram með jafn mörg stig og KR í toppsætinu en Breiðablik er á botninum með tvö stig. Brittanny Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig, átján fráköst og sex stoðsendingar en Birna Valgerður Benónýsdóttir bætti við tuttugu stigum og fimm fráköstum. Sanja Orazovic gerði 26 stig fyrir Blika og tók þar að auki ellefu fráköst. Ragnheiður Björk Einarsdóttir átti flottan leik en hún skoraði sextán stig og tók níu fráköst.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34