„Femínisminn rís og hnígur líkt og sjávarföllin en deyr aldrei“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 08:00 Beatrix Campbell á málþingi Vinstri grænna í gær um stöðu vinstrins og hnattrænar áskoranir. vg Beatrix Campbell er rithöfundur, blaðamaður og aktívisti sem í tugi ára hefur barist fyrir réttindum kvenna í heimalandi sínu, Bretlandi. Hún hefur meðal annars skrifað bækur um Díönu prinsessu og líf fátækra í Bretlandi en í gær hélt hún erindi á málþingi Vinstri grænna sem haldið var í tilefni af 20 ára afmæli flokksins. Þessa dagana vinnur Campbell að bók ásamt Rahilu Gupta, öðrum blaðamanni og rithöfundi sem einnig hefur barist fyrir réttindum kvenna í Bretlandi, en bókin heitir Why Doesn‘t Patriarchy Die? eða á íslensku Hvers vegna deyr feðraveldið ekki? „Við erum að vinna að þessari bók saman þar sem við erum að skoða hvar í heiminum strúktúr og hugmyndafræði feðraveldisins er öflug, hvar hún er að sækja í sig veðrið og hvers vegna? Og hvar þrífst femínismi og hvers vegna? Við erum í raun að skoða stöðuna í heiminum í dag þar sem hægt hefur á framþróun réttinda kvenna á mörgum stöðum,“ segir Campbell í viðtali við Vísi. Í bókinni skoða þær Campbell og Gupta meðal annars Norðurlöndin, Kína og Rojava í Norður-Sýrlandi þar sem Kúrdar búa en Campbell segir að það sé sérlega áhugavert samfélag þar sem jafnrétti er þar í hávegum haft.Samfélagsmiðlar séu þægilegt umhverfi fyrir karla til að segja það versta sem þeim dettur í hug Campbell talar um feðraveldið sem staðreynd en ekki þarf að leita lengi á internetinu til að sjá að ýmsir hér á landi efast um að til sé nokkuð sem heiti feðraveldi. Þeim skoðunum er bæði haldið á lofti í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurð út í hennar viðbrögð við til dæmis fullyrðingum á borð við þær að feðraveldið sé aðeins ímyndun, jafnvel einhvers konar óvinur sem femínistar hafa búið til, nefnir Campbell fyrst samfélagsmiðlana. „Ég held að eitt af áföllunum í tengslum við samfélagsmiðla sé að þar er kominn vettvangur fyrir kvenhatur og aðra mismunun gegn konum. Ég held einnig að annað áfall sé að konur hafa lært meira um það hvernig sumir menn hugsa um konur og það er á ofbeldisfyllri og viðbjóðslegri hátt en við bjuggumst við. Vegna þess að þetta er á samfélagsmiðlum þá er þetta afhjúpað á nýjan hátt. Þannig að ég held að það sé ákveðið vandamál varðandi samfélagsmiðla að því leyti að þetta er þægilegt umhverfi fyrir karlmenn að segja það versta sem þeim dettur í hug,“ segir Campbell.Campbell segir ofbeldi vanlega tengt við karlmennsku og nefnir heri heimsins sem dæmi en þar eru karlmenn í miklum meirihluta.vísir/gettyOfbeldi í heiminum aukist frá því að kalda stríðinu lauk Þá segir hún að þrátt fyrir að jafnrétti kynjanna hafi aukist frá því sem var þá sé staðreyndin sú að konur séu enn valdaminni en karlmenn og hafi mun takmarkaðri aðgang að fjármunum en karlar. Að auki sé enn borin meiri virðing fyrir karlmönnum og að sumu leyti sé staðan að versna. „Ef ég ræði aðeins um heimaland mitt, Bretland. Hér hefur bilið á milli heildarlauna karla og heildarlauna kvenna verið það sama í 20 ár. Á hverju ári frá árinu 1981 hefur ójöfnuður svo aukist, hvort sem litið er til stéttar, þjóðaruppruna eða kyns. Þetta er átakanleg niðurstaða því við gerum ráð fyrir því að hlutirnir verði betri,“ segir Campbell. Ástandið sé síðan verra í fjölmennari löndum heims, til dæmis í Kína og á Indlandi, þar sem ójöfnuður sé sífellt að aukast og kynjahlutföll þjóðanna, þar sem eru mun fleiri karlmenn en konur, geti haft alvarlegar afleiðingar. „Hin hliðin á þessu er sú að síðan kalda stríðinu lauk þá hefur ofbeldi í heiminum aukist. Ofbeldi er venjulega tengt við karlmennsku, vegna þess að mönnum er annað hvort hent í herinn eða vegna þess að bæði herir og kerfislægt ofbeldi reiða sig á tiltekna tegund af karlmennsku. Hún er þjálfuð, öguð og mjög hættuleg að mínu mati,“ segir Campbell og bætir við að ofbeldi sé að aukast í Rómönsku Ameríku, Miðausturlöndum og sums staðar í Afríku. „Þannig að þetta eru allt dæmi um að feðraveldið er enn mjög öflugur strúktúr í samfélaginu,“ segir Campbell.Frá mótmælum í Brussel á alþjóðlegum baráttudegi í kvenna í fyrra.vísir/gettyFemíniskur þankagangur í meðvitund kvennanna sem hófu MeToo „Helstríð og dauðateygjur feðraveldisins,“ „#MeToo segir feðraveldinu stríð á hendur“ og „Stelpurnar „drulluþreyttar á feðraveldinu““ eru dæmi um fyrirsagnir í íslenskum fjölmiðlum ef orðunum MeToo og feðraveldi er slegið upp saman í leitarvél Google. Það er því ljóst að feðraveldið og MeToo tengjast í huga margra og því ekki úr vegi að spyrja Campbell út í MeToo og femínisma eftir að hafa rætt við hana um feðraveldið. Blaðamanni leikur þannig forvitni á að vita hvernig hún sjái MeToo-byltinguna og hvort hún telji hana eitthvað hafa breytt eða þróað femínisma. „Fyrst vil ég segja að femínisminn rís og hnígur eins og aldan en deyr aldrei,“ segir Campbell. Hún segir að konurnar í kvikmyndaiðnaðinum sem hafi byrjað MeToo-byltinguna hafi haft femíniskan þankagang í meðvitund sinni. „Síðan þegar þær höfðu kraft til þess að stíga fram og lýsa því sem var að gerast þá höfðu þær heim sem var tilbúinn til þess að hlusta.“If you’ve been sexually harassed or assaulted write ‘me too’ as a reply to this tweet. pic.twitter.com/k2oeCiUf9n — Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017Donald Trump líka hluti af vandamálinu sem MeToo afhjúpaði Það hafi svo verið magnað hversu margar konur um allan heim stigu fram og þá nefnir Campbell einnig mótmæli þúsunda kvenna gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í janúar 2018 þegar hann hafði verið ár í embætti en nokkrum mánuðum áður hófu konur að segja frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi undir merkjum MeToo. „Þær sáu að hann var líka hluti af vandamálinu sem MeToo afhjúpaði sem er að kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi gegn konum eru notuð sem vopn til þess að drottna yfir þeim. Þannig að ég held að MeToo hafi verið mjög mikilvægt augnablik sem að hluta til var afleiðing seiglu femíniskra hugmynda. Síðan varð MeToo nýr vettvangur femínisma,“ segir Campbell.Frá Druslugöngunni í Reykjavík sumarið 2017. Konur hafa sagt frá því að gangan og vitundarvakning um kynferðisofbeldi í tengslum við hana hafi veitt þeim kraft til þess að stíga fram og segja frá.Fréttablaðið/Laufey ElíasdóttirRóttæk aðgerð að stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi Hún segir það hafa verið snilldarlegt hvernig samfélagsmiðlar voru notaðir til þess að draga athyglina að því hvernig upplifun það er í raun og veru að vera misnotuð kynferðislega. „Lýsingarnar á því sem konur verða fyrir hafa verið mjög ljóslifandi og ég held að þetta hafi verið mörgum karlmönnum áfall á sama tíma og því sem var lýst er mörgum konum kunnuglegt.“ Campbell segist telja að ein ástæðan fyrir því að MeToo byltingin hafi verið svo áhrifamikil sé að þar hafi konur stigið fram og sagt frá svívirðilegu ofbeldi í sinn garð sem mögulega enginn vissi af. „Þetta hefur kennt öllum dálítið annað sem er það að þessar sögur konunnar lifa í huga hennar jafnvel í áratugi áður en hún getur sagt frá. Það er mjög erfitt að segja frá en þegar þú gerir það þá er það bæði mjög róttæk og mjög hógvær aðgerð.“ Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Beatrix Campbell er rithöfundur, blaðamaður og aktívisti sem í tugi ára hefur barist fyrir réttindum kvenna í heimalandi sínu, Bretlandi. Hún hefur meðal annars skrifað bækur um Díönu prinsessu og líf fátækra í Bretlandi en í gær hélt hún erindi á málþingi Vinstri grænna sem haldið var í tilefni af 20 ára afmæli flokksins. Þessa dagana vinnur Campbell að bók ásamt Rahilu Gupta, öðrum blaðamanni og rithöfundi sem einnig hefur barist fyrir réttindum kvenna í Bretlandi, en bókin heitir Why Doesn‘t Patriarchy Die? eða á íslensku Hvers vegna deyr feðraveldið ekki? „Við erum að vinna að þessari bók saman þar sem við erum að skoða hvar í heiminum strúktúr og hugmyndafræði feðraveldisins er öflug, hvar hún er að sækja í sig veðrið og hvers vegna? Og hvar þrífst femínismi og hvers vegna? Við erum í raun að skoða stöðuna í heiminum í dag þar sem hægt hefur á framþróun réttinda kvenna á mörgum stöðum,“ segir Campbell í viðtali við Vísi. Í bókinni skoða þær Campbell og Gupta meðal annars Norðurlöndin, Kína og Rojava í Norður-Sýrlandi þar sem Kúrdar búa en Campbell segir að það sé sérlega áhugavert samfélag þar sem jafnrétti er þar í hávegum haft.Samfélagsmiðlar séu þægilegt umhverfi fyrir karla til að segja það versta sem þeim dettur í hug Campbell talar um feðraveldið sem staðreynd en ekki þarf að leita lengi á internetinu til að sjá að ýmsir hér á landi efast um að til sé nokkuð sem heiti feðraveldi. Þeim skoðunum er bæði haldið á lofti í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurð út í hennar viðbrögð við til dæmis fullyrðingum á borð við þær að feðraveldið sé aðeins ímyndun, jafnvel einhvers konar óvinur sem femínistar hafa búið til, nefnir Campbell fyrst samfélagsmiðlana. „Ég held að eitt af áföllunum í tengslum við samfélagsmiðla sé að þar er kominn vettvangur fyrir kvenhatur og aðra mismunun gegn konum. Ég held einnig að annað áfall sé að konur hafa lært meira um það hvernig sumir menn hugsa um konur og það er á ofbeldisfyllri og viðbjóðslegri hátt en við bjuggumst við. Vegna þess að þetta er á samfélagsmiðlum þá er þetta afhjúpað á nýjan hátt. Þannig að ég held að það sé ákveðið vandamál varðandi samfélagsmiðla að því leyti að þetta er þægilegt umhverfi fyrir karlmenn að segja það versta sem þeim dettur í hug,“ segir Campbell.Campbell segir ofbeldi vanlega tengt við karlmennsku og nefnir heri heimsins sem dæmi en þar eru karlmenn í miklum meirihluta.vísir/gettyOfbeldi í heiminum aukist frá því að kalda stríðinu lauk Þá segir hún að þrátt fyrir að jafnrétti kynjanna hafi aukist frá því sem var þá sé staðreyndin sú að konur séu enn valdaminni en karlmenn og hafi mun takmarkaðri aðgang að fjármunum en karlar. Að auki sé enn borin meiri virðing fyrir karlmönnum og að sumu leyti sé staðan að versna. „Ef ég ræði aðeins um heimaland mitt, Bretland. Hér hefur bilið á milli heildarlauna karla og heildarlauna kvenna verið það sama í 20 ár. Á hverju ári frá árinu 1981 hefur ójöfnuður svo aukist, hvort sem litið er til stéttar, þjóðaruppruna eða kyns. Þetta er átakanleg niðurstaða því við gerum ráð fyrir því að hlutirnir verði betri,“ segir Campbell. Ástandið sé síðan verra í fjölmennari löndum heims, til dæmis í Kína og á Indlandi, þar sem ójöfnuður sé sífellt að aukast og kynjahlutföll þjóðanna, þar sem eru mun fleiri karlmenn en konur, geti haft alvarlegar afleiðingar. „Hin hliðin á þessu er sú að síðan kalda stríðinu lauk þá hefur ofbeldi í heiminum aukist. Ofbeldi er venjulega tengt við karlmennsku, vegna þess að mönnum er annað hvort hent í herinn eða vegna þess að bæði herir og kerfislægt ofbeldi reiða sig á tiltekna tegund af karlmennsku. Hún er þjálfuð, öguð og mjög hættuleg að mínu mati,“ segir Campbell og bætir við að ofbeldi sé að aukast í Rómönsku Ameríku, Miðausturlöndum og sums staðar í Afríku. „Þannig að þetta eru allt dæmi um að feðraveldið er enn mjög öflugur strúktúr í samfélaginu,“ segir Campbell.Frá mótmælum í Brussel á alþjóðlegum baráttudegi í kvenna í fyrra.vísir/gettyFemíniskur þankagangur í meðvitund kvennanna sem hófu MeToo „Helstríð og dauðateygjur feðraveldisins,“ „#MeToo segir feðraveldinu stríð á hendur“ og „Stelpurnar „drulluþreyttar á feðraveldinu““ eru dæmi um fyrirsagnir í íslenskum fjölmiðlum ef orðunum MeToo og feðraveldi er slegið upp saman í leitarvél Google. Það er því ljóst að feðraveldið og MeToo tengjast í huga margra og því ekki úr vegi að spyrja Campbell út í MeToo og femínisma eftir að hafa rætt við hana um feðraveldið. Blaðamanni leikur þannig forvitni á að vita hvernig hún sjái MeToo-byltinguna og hvort hún telji hana eitthvað hafa breytt eða þróað femínisma. „Fyrst vil ég segja að femínisminn rís og hnígur eins og aldan en deyr aldrei,“ segir Campbell. Hún segir að konurnar í kvikmyndaiðnaðinum sem hafi byrjað MeToo-byltinguna hafi haft femíniskan þankagang í meðvitund sinni. „Síðan þegar þær höfðu kraft til þess að stíga fram og lýsa því sem var að gerast þá höfðu þær heim sem var tilbúinn til þess að hlusta.“If you’ve been sexually harassed or assaulted write ‘me too’ as a reply to this tweet. pic.twitter.com/k2oeCiUf9n — Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017Donald Trump líka hluti af vandamálinu sem MeToo afhjúpaði Það hafi svo verið magnað hversu margar konur um allan heim stigu fram og þá nefnir Campbell einnig mótmæli þúsunda kvenna gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í janúar 2018 þegar hann hafði verið ár í embætti en nokkrum mánuðum áður hófu konur að segja frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi undir merkjum MeToo. „Þær sáu að hann var líka hluti af vandamálinu sem MeToo afhjúpaði sem er að kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi gegn konum eru notuð sem vopn til þess að drottna yfir þeim. Þannig að ég held að MeToo hafi verið mjög mikilvægt augnablik sem að hluta til var afleiðing seiglu femíniskra hugmynda. Síðan varð MeToo nýr vettvangur femínisma,“ segir Campbell.Frá Druslugöngunni í Reykjavík sumarið 2017. Konur hafa sagt frá því að gangan og vitundarvakning um kynferðisofbeldi í tengslum við hana hafi veitt þeim kraft til þess að stíga fram og segja frá.Fréttablaðið/Laufey ElíasdóttirRóttæk aðgerð að stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi Hún segir það hafa verið snilldarlegt hvernig samfélagsmiðlar voru notaðir til þess að draga athyglina að því hvernig upplifun það er í raun og veru að vera misnotuð kynferðislega. „Lýsingarnar á því sem konur verða fyrir hafa verið mjög ljóslifandi og ég held að þetta hafi verið mörgum karlmönnum áfall á sama tíma og því sem var lýst er mörgum konum kunnuglegt.“ Campbell segist telja að ein ástæðan fyrir því að MeToo byltingin hafi verið svo áhrifamikil sé að þar hafi konur stigið fram og sagt frá svívirðilegu ofbeldi í sinn garð sem mögulega enginn vissi af. „Þetta hefur kennt öllum dálítið annað sem er það að þessar sögur konunnar lifa í huga hennar jafnvel í áratugi áður en hún getur sagt frá. Það er mjög erfitt að segja frá en þegar þú gerir það þá er það bæði mjög róttæk og mjög hógvær aðgerð.“
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira