Stjórnin svarar Einari: Umsækjendur um listamannalaun bera sjálfir ábyrgð á umsókninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:17 Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna. fbl/Eyþór Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.
Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30