Hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:55 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Vísir Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri. Skattar og tollar Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri.
Skattar og tollar Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira