Spyr hvort vinstrimenn hefðu fengið aðra meðferð í Klaustursmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 15:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna. Höfundar pistilsins er ekki getið á síðunni og vildi Sigmundur ekki upplýsa um nafn hans þegar fréttastofa leitaði eftir því. En í pistlinum, sem ber yfirskriftina „Er sama hver?,“ eru í upphafi gefnar forsendur sem eru keimlíkar málsatvikum Klaustursmálsins. Þar er sögð saga af sex þingmönnum, fimm konum og einum karli, „sem fara saman á veitingahús eins og löng hefð mun vera fyrir hjá þingmönnum og drekka sumir meiri bjór en góðu hófi gegnir.“ Þingmennirnir ímynduðu náist síðan á hljóðupptöku þar sem þeir viðhafa orðfæri „þar sem lofgjörð um pólitíska andstæðinga er ekki ríkjandi þema.“ Í ljós komi að sá sem tók samræðurnar upp hafi verið ungur Sjálfstæðismaður, sem fer í kjölfarið með upptökurnar til fjölmiðla.Veltir upp tveimur mismunandi atburðarásum Í kjölfarið býður greinarhöfundur upp á tvær mismunandi atburðarásir og spyr lesendur hvor þeirra sé líklegri, í kjölfar forsendanna sem gefnar voru í upphafi pistils. Fyrri atburðarásin er keimlík því sem fylgdi eftir að fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins náðust á upptöku viðhafa óviðeigandi orðræðu um samstarfsfólk sitt á þingi, auk þess að tala á ónærgætinn hátt um konur og fatlaða, þriðjudagskvöldið 20. Nóvember. Sjálfstæðismaðurinn ungi sem tók samræður þingmanna upp sé hylltur sem hetja og fjölmiðlar veiti í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós þeim sem rætt var um á ósæmilegan hátt pláss til þess að tjá sig um málið í fjölmiðlum og Sjálfstæðismenn krefjist afsagnar þingmannanna sex. Önnur atburðarásin gjörólík þeirri fyrri Í seinni atburðarásinni kveður hins vegar við annan tón. Þar er aðeins einn fjölmiðill, „hægrivefurinn Tíðarandinn,“ sem birtir upptökurnar. Aðrir fjölmiðlar keppist í kjölfarið um að fjalla um málið á þeim forsendum að upptökur Sjálfstæðismannsins unga hafi verið ólöglegar. Ríkisútvarpið, sem er eini raunverulegi miðillinn sem nefndur er á nafn í pistlinum, boði meira að segja til „sérstakrar umræðu um þá hættu sem stafar af því að óprúttnir aðilar nýti sér nýjustu tækni til að brjóta grundvallar mannréttindi fólks.“ Í þessari seinni framvindu málsins er almenningsálitið á þá leið að „fráleitt sé að draga of miklar ályktanir af samtölum sem tekin eru upp í heimildarleysi. Það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að menn tjái sig með þeim hætti sem þeir gera við þessar aðstæður. Eins og allir geti heyrt hafi augljóslega ekki verið mikil alvara þar á bak við samræðurnar.“ Uppljóstrarinn ungi er þá kjöldreginn á netinu og öll hans fortíð gerð tortryggileg. Einnig sé fólk duglegt að koma þingmönnunum sex til varnar og fjölmiðlar sem setji spurningamerki við orðræðu þeirra jafnvel „fordæmdir.“Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna. Höfundar pistilsins er ekki getið á síðunni og vildi Sigmundur ekki upplýsa um nafn hans þegar fréttastofa leitaði eftir því. En í pistlinum, sem ber yfirskriftina „Er sama hver?,“ eru í upphafi gefnar forsendur sem eru keimlíkar málsatvikum Klaustursmálsins. Þar er sögð saga af sex þingmönnum, fimm konum og einum karli, „sem fara saman á veitingahús eins og löng hefð mun vera fyrir hjá þingmönnum og drekka sumir meiri bjór en góðu hófi gegnir.“ Þingmennirnir ímynduðu náist síðan á hljóðupptöku þar sem þeir viðhafa orðfæri „þar sem lofgjörð um pólitíska andstæðinga er ekki ríkjandi þema.“ Í ljós komi að sá sem tók samræðurnar upp hafi verið ungur Sjálfstæðismaður, sem fer í kjölfarið með upptökurnar til fjölmiðla.Veltir upp tveimur mismunandi atburðarásum Í kjölfarið býður greinarhöfundur upp á tvær mismunandi atburðarásir og spyr lesendur hvor þeirra sé líklegri, í kjölfar forsendanna sem gefnar voru í upphafi pistils. Fyrri atburðarásin er keimlík því sem fylgdi eftir að fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins náðust á upptöku viðhafa óviðeigandi orðræðu um samstarfsfólk sitt á þingi, auk þess að tala á ónærgætinn hátt um konur og fatlaða, þriðjudagskvöldið 20. Nóvember. Sjálfstæðismaðurinn ungi sem tók samræður þingmanna upp sé hylltur sem hetja og fjölmiðlar veiti í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós þeim sem rætt var um á ósæmilegan hátt pláss til þess að tjá sig um málið í fjölmiðlum og Sjálfstæðismenn krefjist afsagnar þingmannanna sex. Önnur atburðarásin gjörólík þeirri fyrri Í seinni atburðarásinni kveður hins vegar við annan tón. Þar er aðeins einn fjölmiðill, „hægrivefurinn Tíðarandinn,“ sem birtir upptökurnar. Aðrir fjölmiðlar keppist í kjölfarið um að fjalla um málið á þeim forsendum að upptökur Sjálfstæðismannsins unga hafi verið ólöglegar. Ríkisútvarpið, sem er eini raunverulegi miðillinn sem nefndur er á nafn í pistlinum, boði meira að segja til „sérstakrar umræðu um þá hættu sem stafar af því að óprúttnir aðilar nýti sér nýjustu tækni til að brjóta grundvallar mannréttindi fólks.“ Í þessari seinni framvindu málsins er almenningsálitið á þá leið að „fráleitt sé að draga of miklar ályktanir af samtölum sem tekin eru upp í heimildarleysi. Það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að menn tjái sig með þeim hætti sem þeir gera við þessar aðstæður. Eins og allir geti heyrt hafi augljóslega ekki verið mikil alvara þar á bak við samræðurnar.“ Uppljóstrarinn ungi er þá kjöldreginn á netinu og öll hans fortíð gerð tortryggileg. Einnig sé fólk duglegt að koma þingmönnunum sex til varnar og fjölmiðlar sem setji spurningamerki við orðræðu þeirra jafnvel „fordæmdir.“Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30