Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 13:04 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. Fréttablaðið/ernir Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag. Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag.
Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00