Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2018 10:47 Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. AP/Lynne Sladky Miðað við utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum er útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en í kosningunum 2014. Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. Konur í Bandaríkjunum hafa í gegnum tíðina verið duglegri við að kjósa en menn en mögulegt er að bilið gæti aukist enn fremur í kosningunum í næstu viku. Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post er talið mögulegt að utankjörfundaratkvæði verði tvöfalt fleiri í ár en árið 2014.Samkvæmt nýlegri könnun Politico eru háskólamenntaðar konur mun líklegri til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins en frambjóðendur Repúblikanaflokksins. Þá eru konur sem ætla sér að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins líklegri til að kjósa að þessu sinni. 78 prósent kvenna sem ætla að veita Demókrataflokknum atkvæði sitt, segjast spenntar fyrir því að kjósa, gegn 65 prósentum kvenna sem ætla sér að veita Repúblikanaflokknum atkvæði sitt.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnÞrátt fyrir aukinn áhuga kjósenda Demókrataflokksins, er einnig útlit fyrir mikinn áhuga kjósenda Repbúlikanaflokksins og stefnir í spennandi kosningar víða.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar þó að enn séu miklar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og hafa líkurnar aukist aðeins. Þá eru miklar líkur á að Repúblikanar haldi naumum meirihluta sínum á öldungadeildinni.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49 en aðstæður kosninganna eru þeim í hag. Kosið verður um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Donald Trump vann í forsetakosningunum 2016. Öfugt við öldungadeildina, þar sem kosið er um þriðjung sæta, eða 35 af 100, verður kosið um hvert einasta sæti á fulltrúadeildinni, eða 435. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17 Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24 Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45 Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Miðað við utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum er útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en í kosningunum 2014. Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. Konur í Bandaríkjunum hafa í gegnum tíðina verið duglegri við að kjósa en menn en mögulegt er að bilið gæti aukist enn fremur í kosningunum í næstu viku. Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post er talið mögulegt að utankjörfundaratkvæði verði tvöfalt fleiri í ár en árið 2014.Samkvæmt nýlegri könnun Politico eru háskólamenntaðar konur mun líklegri til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins en frambjóðendur Repúblikanaflokksins. Þá eru konur sem ætla sér að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins líklegri til að kjósa að þessu sinni. 78 prósent kvenna sem ætla að veita Demókrataflokknum atkvæði sitt, segjast spenntar fyrir því að kjósa, gegn 65 prósentum kvenna sem ætla sér að veita Repúblikanaflokknum atkvæði sitt.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnÞrátt fyrir aukinn áhuga kjósenda Demókrataflokksins, er einnig útlit fyrir mikinn áhuga kjósenda Repbúlikanaflokksins og stefnir í spennandi kosningar víða.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar þó að enn séu miklar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og hafa líkurnar aukist aðeins. Þá eru miklar líkur á að Repúblikanar haldi naumum meirihluta sínum á öldungadeildinni.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49 en aðstæður kosninganna eru þeim í hag. Kosið verður um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Donald Trump vann í forsetakosningunum 2016. Öfugt við öldungadeildina, þar sem kosið er um þriðjung sæta, eða 35 af 100, verður kosið um hvert einasta sæti á fulltrúadeildinni, eða 435.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17 Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24 Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45 Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17
Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24
Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45
Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29