Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2018 16:59 Gríðarleg ólga er nú meðal sjómanna vegna brottrekstrar Heiðveigar Maríu úr SÍ en Jónas Garðarsson formaður hefur gefið út að ekki verði bakkað með hann. Meðlimir í sjómannafélaginu Jötunn í Vestmannaeyjum fordæma fortakslaust brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þeir fara fram á að sú ákvörðun verði dregin til baka þegar. Þá hefur verið sett fram sú krafa, af stórum hópi félagsmanna í Sjómannafélags Íslands að haldinn verði félagsfundur vegna grafalvarlegrar stöðu sem upp er komin. Í tilkynningu sem Jötunn sendi frá sér nú fyrir skömmu og tekur til ályktunar nýafstaðins aðalfundar. Þar eru settar fram alvarlegar athugasemdir við þann gjörning sem Vísir greindi frá og snéri að því að trúnaðarmannaráð SÍ rak Heiðveigu Maríu úr félagi sínu.Aðför að lýðræðislegri tjáningu Í yfirlýsingunni segir að það að svipta félagsmann áunnum réttindum af þeirri ástæðu einni að hann gagnrýni stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags síns sé ekki brottrekstrarsök. Þvert á móti beri að fagna áhuga og gagnrýni félagsmanna. Að bregðast á þennan hátt við slíku er „aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.“ Vegna umræðna um frestun samningaviðræðna sjómannafélaga vill Jötuns koma á framfæri að „ásakanir einar og sér eru ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deila innan Sjómannafélags Íslands eru okkur óviðkomandi og er eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.“ Þetta var samþykkt á aðalfundi í gær. Jónas ætlar ekki að bakka Ljóst er að mikil ólga er meðal sjómanna. Jónas Garðarsson, formaður SÍ, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði að það stæði ekki til að bakka með þessa ákvörðun að reka Heiðveigu Maríu úr félaginu. Þá var fréttastofu að berast tilkynning þar sem þess er óskað að stjórn Sjómannafélags Íslands boði til félagsfundar sem fram fari nú um helgina „í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins“. Vísað er til undirritunnar yfir hundrað félagsmanna sem fara fram á það. „Sérstaklega er óskað eftir að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu.“ Vísað til réttmætisreglu og laga félagsins Lagt er til að fenginn verði óháður og vanur fundarstjóri til að stjórna fundinum þar sem búast má við átakamiklum fundi; tillaga er um að Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, verði fenginn í verkið,“ segir í tilkynningunni: „Okkur, sem setjum nafn okkar á þennan undirskriftarlista, finnst mikilvægt að félagsfundur komi saman í því skyni að félagsmenn geti tekið afstöðu til þess hver séu gildandi lög félagsins og leiðbeint stjórn Sjómannafélags Íslands í því efni áður en lengra er haldið,“ segir jafnframt og er vísað til réttmætisreglunnar og mikilvægis þess að ekki leiki vafi í gildandi lögum í félaginu. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Meðlimir í sjómannafélaginu Jötunn í Vestmannaeyjum fordæma fortakslaust brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þeir fara fram á að sú ákvörðun verði dregin til baka þegar. Þá hefur verið sett fram sú krafa, af stórum hópi félagsmanna í Sjómannafélags Íslands að haldinn verði félagsfundur vegna grafalvarlegrar stöðu sem upp er komin. Í tilkynningu sem Jötunn sendi frá sér nú fyrir skömmu og tekur til ályktunar nýafstaðins aðalfundar. Þar eru settar fram alvarlegar athugasemdir við þann gjörning sem Vísir greindi frá og snéri að því að trúnaðarmannaráð SÍ rak Heiðveigu Maríu úr félagi sínu.Aðför að lýðræðislegri tjáningu Í yfirlýsingunni segir að það að svipta félagsmann áunnum réttindum af þeirri ástæðu einni að hann gagnrýni stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags síns sé ekki brottrekstrarsök. Þvert á móti beri að fagna áhuga og gagnrýni félagsmanna. Að bregðast á þennan hátt við slíku er „aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.“ Vegna umræðna um frestun samningaviðræðna sjómannafélaga vill Jötuns koma á framfæri að „ásakanir einar og sér eru ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deila innan Sjómannafélags Íslands eru okkur óviðkomandi og er eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.“ Þetta var samþykkt á aðalfundi í gær. Jónas ætlar ekki að bakka Ljóst er að mikil ólga er meðal sjómanna. Jónas Garðarsson, formaður SÍ, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði að það stæði ekki til að bakka með þessa ákvörðun að reka Heiðveigu Maríu úr félaginu. Þá var fréttastofu að berast tilkynning þar sem þess er óskað að stjórn Sjómannafélags Íslands boði til félagsfundar sem fram fari nú um helgina „í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins“. Vísað er til undirritunnar yfir hundrað félagsmanna sem fara fram á það. „Sérstaklega er óskað eftir að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu.“ Vísað til réttmætisreglu og laga félagsins Lagt er til að fenginn verði óháður og vanur fundarstjóri til að stjórna fundinum þar sem búast má við átakamiklum fundi; tillaga er um að Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, verði fenginn í verkið,“ segir í tilkynningunni: „Okkur, sem setjum nafn okkar á þennan undirskriftarlista, finnst mikilvægt að félagsfundur komi saman í því skyni að félagsmenn geti tekið afstöðu til þess hver séu gildandi lög félagsins og leiðbeint stjórn Sjómannafélags Íslands í því efni áður en lengra er haldið,“ segir jafnframt og er vísað til réttmætisreglunnar og mikilvægis þess að ekki leiki vafi í gildandi lögum í félaginu.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33