Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2018 00:18 Ólína Þorvarðardóttir hefur sótt um fjölmörg störf undanfarin misseri en ekki fengið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við það sem hún telur rökstuðningsskort þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. Ólína segir í „þungri“ færslu á Facebook að hún sé þungt hugsi eftir daginn. Henni sé eiginlega allri lokið. Þingvallanefnd valdi Einar í starfið með fjórum atkvæðum gegn þremur. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ segir Ólína. Ólína, sem fagnaði sextugsafmæli sínu á dögunum, hefur undanfarin tvö ár, síðan hún hvarf af Alþingi, verið í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður. Hún hefur sótt um fjölmargar stöður en ekki hlotið náð fyrir augum þeira sem sjá um valið. Hún segist vera farin að átta sig á ástæðunni. Þar vinni ekki með henni að vera kona yfir fimmtugt og hafa setið á þingi. Þingvellir á fallegum sumardegi.Fréttablaðið/Pjetur Eins atkvæðis munur „Ég kann ekki við mig í fórnarlambshlutverki og þess vegna er þetta enn erfiðarar fyrir mig en væri annars. En nú hefur það gerst ítrekað að teknir hafa verið framfyrir mig í störf einstaklingar með minni menntun og minni reynslu en ég. Meira að segja í stöðu við HÍ (minn gamla vinnustað) var nýlega tekinn framfyrir mig einstaklingur sem í skriflegum rökstuðningi var sagður með „BA-próf“ (það hlýtur nú að vera prentvilla, en hvað veit ég - ekki hafði viðkomandi doktorspróf, svo mikið er víst).“ Þingvallanefnd tilkynnti ákvörðun sína um ráðningu þjóðgarðsvarðar í dag. „Stöðu sem ég sótti um í krafti menntunar minnar (doktorsprófs í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum) og stjórnunarreynslu auk margvíslegrar reynslu sem ég taldi falla vel að skilyrðum sem auglýst voru fyrir starfinu. Eftir óþarflega langt ráðningarferli sem fljótlega varð að vali milli mín og karlmannsins sem var settur í stöðuna án auglýsingar fyrir ári og sótti svo um hana núna þegar lög buðu að hún skyldi auglýst - þá varð niðurstaðan þessi. Með eins atkvæðis mun ákvað Þingvallanefnd að ráða karlmanninn og ganga framhjá umsókn minni. Hef ég þó bæði meiri menntun, meiri og víðtækari stjórnunarreynslu heldur en sá sem ráðinn verður. Klisjan um að konur þurfi að standa sig margfalt betur en karlar til að teljast jafningjar þeirra, er kannski klisja, en hún er því miður sönn.“ Einar Á. E. Sæmundsen hefur gengt stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum undanfarið ár.Vísir/Sunna Kristín Konur með skoðanir taldar frekjur Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn þjóðgarðsvörður. Einar, sem er fimmtugur, er menntaður landfræðingur og landslagsarkitekt. Hann hefur starfað á vegum þjóðgarðsins sem fræðslufulltrúi frá árinu 2001. Þá hefur Einar gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oftar, er að vera komin yfir fimmtugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþingismaður. Konur mega nefnilega ekki hafa skoðnar (þá er sagt að þær hafi svo sterkar skoðanir). Þær mega ekki standa í báða fætur, þá eru þær brjálaðar frekjur (karlar eru bara fylgnir sér), og ef allt annað þrýtur er alltaf hægt að grípa til þess að þær séu “erfiðar í samstarfi”. Þetta viðhorf hafa félagsvísindin sannað með rannsóknum, og nú hef ég eina ferðina enn fengið að reyna það á sjálfri mér. — Mér fallast hendur. Fjölmargir taka undir með Ólínu í ummælum við færslu hennar og telja ekki hæfari manneskju til í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þá telja sumir með ólíkindum að ráðið sé pólitískt í stöðuna en alþingismenn eiga sæti í Þingvallanefnd sem taka ákvörðunina. „Það er líka umhugsunarefni hvort réttlætanlegt sé að nefnd sem hefur áður afhent umsækjanda starf án auglýsingar, starfað með honum í heilt ár þegar hún er nauðbeygð að lögum til að auglýsa starfið, skuli svo sjálf standa að ráðningunni,“ segir Ólína og vísar til þess að Einar hefur gegnt stöðunni í heilt ár að ósk sömu nefndar. Ég verð að viðurkenna að ég tók það mest nærri mér að Ari Trausti Guðmundsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, maður sem ég hafði eitt sinn álit á, skyldi gera þetta. Hann er ónýtur sem málsmetandi maður í mínum augum eftir þetta, segir Ólína. Fréttablaðið/Ernir Ríkisstjórnarflokkarnir gegn hinum „Ég hefði talið eðlilegt að a.m.k. formaður og varaformaður nefndarinnar vikju sæti við þessa ráðningu - jafnvel nefndin öll.“ Það hafi nú ekki farið þannig. „Þau sem gengu fram hjá mér við þessa ráðningu eru: Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar, VG. Vilhjálmur Árnason, varaformaður, Sjálfstæðisflokki. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður (sem aldrei hlýddi á svör eða framsögur umsækjenda, hvorki í fyrri né seinni umferð, heldur mætti að framsögu lokinni og hafði þá gert upp hug sinn). Loks Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki. Þau eru öll fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og auðvitað samstarfsmenn þess umsækjanda sem ráðinn var (og virðist ekki hafa hvarflað að formanni eða varaformanni nefndarinnar að víkja sæti af þeim sökum - þvert á móti). Þau sem studdu mig voru: Hanna Katrín Friðrikson, Karl Gauti Hjaltason og Oddný Harðardóttir. Ég þakka þeim.“ Ólína Þorvarðardóttir er fyrrverandi þingmaður Samfylkingar. Hún segir það vinna gegn sér að hafa setið á þingi.Fréttablaðið/Stefán Með skömm fyrir brjósti Ólín segist upplifa það sem svo að hún sé að skila skömminni. Þannig líði henni núna. „Misbeiting valds og mismunun verður ekkert skárri þó maður upplifi hana oft. Hún verður bara verri. En það er auðvitað til skammar að menn komist upp með það aftur og aftur að halla rétti manneskju án þess að málefnaleg rök liggi til grundvallar. Í samtali við formann nefndarinnar - sem kynnti mér niðurstöðuna nú síðdegis - komu ekki fram nein munnleg rök. Ekki eitt atriði gat hann nefnt til réttlætingar þeirri ákvörðun sem tekin var. Maður hefði getað ætlað að eftir tveggja tíma rökræðu og samanburð á tveimur umsækjendum væri hægt að hafa svosem eins og eina röksemd á takteinum fyrir því að velja einn en ekki annan. En því var ekki að heilsa. Engin málefnaleg rök. Bara vilji.“ Eftir sitji hún með óverðskuldaða skömm fyrir brjósti. Fyrir að fá ekki notið verðleika minna heldur hafa lotið í lægra haldi fyrir bjöguðum leikreglum, pólitískum bolagangi þar á meðal manns sem sýndi mér ekki einu sinni þá virðingu að sitja undir framsögunni sem mér var uppálagt að halda fyrir nefndinni á fundi hennar í dag. Þessari skömm vil ég skila - því hún er í raun ekki mín. Ólína er þjóðfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sína um galdra á Íslandi fyrr á öldum. Hafi meira af öllu Ólína er þess fullviss að hún sé hæfari í starfið enda hafi hún meiri menntun á því sviði sem óskað var eftir í auglýsingu, meiri og þyngri stjórnunarreyslu til lengri tíma. „Að þessum manni ólöstuðum hef ég meira af öllu sem auglýst var eftir. Þá er ég að tala um hlutlæga mælikvarða. Staða þjóðgarðsvarðar er stjórnunarstaða og í því starfi reynir á fleiri þætti heldur en starfsreynslu inna þjóðgarðsins að öðru leyti. Um hinn umsækjandann ætla ég annars ekki að tjá mig - það mun koma í hlut meirihluta þingvallanefnar að róma hann í sínum rökstuðningi.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tjáði Mbl.is í kvöld að skriflegur rökstuðningur væri í vinnslu og hann yrði væntanlega gerður opinber um helgina. Ekki náðist í Ólínu við vinnslu fréttarinnar til að fá þeirri spurningu svarað hvort hún hyggðist leggja fram kæru vegna ráðningarinnar. Ólína óskaði eftir áliti umboðsmanns Alþingis árið 2013 þegar Sigrún Stefánsdóttir var ráðin í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Mikið fjaðrafok var í kringum ráðninguna en umboðsmaður gerði ekki athugasemdir við ráðningarferlið. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við það sem hún telur rökstuðningsskort þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. Ólína segir í „þungri“ færslu á Facebook að hún sé þungt hugsi eftir daginn. Henni sé eiginlega allri lokið. Þingvallanefnd valdi Einar í starfið með fjórum atkvæðum gegn þremur. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ segir Ólína. Ólína, sem fagnaði sextugsafmæli sínu á dögunum, hefur undanfarin tvö ár, síðan hún hvarf af Alþingi, verið í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður. Hún hefur sótt um fjölmargar stöður en ekki hlotið náð fyrir augum þeira sem sjá um valið. Hún segist vera farin að átta sig á ástæðunni. Þar vinni ekki með henni að vera kona yfir fimmtugt og hafa setið á þingi. Þingvellir á fallegum sumardegi.Fréttablaðið/Pjetur Eins atkvæðis munur „Ég kann ekki við mig í fórnarlambshlutverki og þess vegna er þetta enn erfiðarar fyrir mig en væri annars. En nú hefur það gerst ítrekað að teknir hafa verið framfyrir mig í störf einstaklingar með minni menntun og minni reynslu en ég. Meira að segja í stöðu við HÍ (minn gamla vinnustað) var nýlega tekinn framfyrir mig einstaklingur sem í skriflegum rökstuðningi var sagður með „BA-próf“ (það hlýtur nú að vera prentvilla, en hvað veit ég - ekki hafði viðkomandi doktorspróf, svo mikið er víst).“ Þingvallanefnd tilkynnti ákvörðun sína um ráðningu þjóðgarðsvarðar í dag. „Stöðu sem ég sótti um í krafti menntunar minnar (doktorsprófs í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum) og stjórnunarreynslu auk margvíslegrar reynslu sem ég taldi falla vel að skilyrðum sem auglýst voru fyrir starfinu. Eftir óþarflega langt ráðningarferli sem fljótlega varð að vali milli mín og karlmannsins sem var settur í stöðuna án auglýsingar fyrir ári og sótti svo um hana núna þegar lög buðu að hún skyldi auglýst - þá varð niðurstaðan þessi. Með eins atkvæðis mun ákvað Þingvallanefnd að ráða karlmanninn og ganga framhjá umsókn minni. Hef ég þó bæði meiri menntun, meiri og víðtækari stjórnunarreynslu heldur en sá sem ráðinn verður. Klisjan um að konur þurfi að standa sig margfalt betur en karlar til að teljast jafningjar þeirra, er kannski klisja, en hún er því miður sönn.“ Einar Á. E. Sæmundsen hefur gengt stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum undanfarið ár.Vísir/Sunna Kristín Konur með skoðanir taldar frekjur Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn þjóðgarðsvörður. Einar, sem er fimmtugur, er menntaður landfræðingur og landslagsarkitekt. Hann hefur starfað á vegum þjóðgarðsins sem fræðslufulltrúi frá árinu 2001. Þá hefur Einar gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oftar, er að vera komin yfir fimmtugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþingismaður. Konur mega nefnilega ekki hafa skoðnar (þá er sagt að þær hafi svo sterkar skoðanir). Þær mega ekki standa í báða fætur, þá eru þær brjálaðar frekjur (karlar eru bara fylgnir sér), og ef allt annað þrýtur er alltaf hægt að grípa til þess að þær séu “erfiðar í samstarfi”. Þetta viðhorf hafa félagsvísindin sannað með rannsóknum, og nú hef ég eina ferðina enn fengið að reyna það á sjálfri mér. — Mér fallast hendur. Fjölmargir taka undir með Ólínu í ummælum við færslu hennar og telja ekki hæfari manneskju til í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þá telja sumir með ólíkindum að ráðið sé pólitískt í stöðuna en alþingismenn eiga sæti í Þingvallanefnd sem taka ákvörðunina. „Það er líka umhugsunarefni hvort réttlætanlegt sé að nefnd sem hefur áður afhent umsækjanda starf án auglýsingar, starfað með honum í heilt ár þegar hún er nauðbeygð að lögum til að auglýsa starfið, skuli svo sjálf standa að ráðningunni,“ segir Ólína og vísar til þess að Einar hefur gegnt stöðunni í heilt ár að ósk sömu nefndar. Ég verð að viðurkenna að ég tók það mest nærri mér að Ari Trausti Guðmundsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, maður sem ég hafði eitt sinn álit á, skyldi gera þetta. Hann er ónýtur sem málsmetandi maður í mínum augum eftir þetta, segir Ólína. Fréttablaðið/Ernir Ríkisstjórnarflokkarnir gegn hinum „Ég hefði talið eðlilegt að a.m.k. formaður og varaformaður nefndarinnar vikju sæti við þessa ráðningu - jafnvel nefndin öll.“ Það hafi nú ekki farið þannig. „Þau sem gengu fram hjá mér við þessa ráðningu eru: Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar, VG. Vilhjálmur Árnason, varaformaður, Sjálfstæðisflokki. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður (sem aldrei hlýddi á svör eða framsögur umsækjenda, hvorki í fyrri né seinni umferð, heldur mætti að framsögu lokinni og hafði þá gert upp hug sinn). Loks Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki. Þau eru öll fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og auðvitað samstarfsmenn þess umsækjanda sem ráðinn var (og virðist ekki hafa hvarflað að formanni eða varaformanni nefndarinnar að víkja sæti af þeim sökum - þvert á móti). Þau sem studdu mig voru: Hanna Katrín Friðrikson, Karl Gauti Hjaltason og Oddný Harðardóttir. Ég þakka þeim.“ Ólína Þorvarðardóttir er fyrrverandi þingmaður Samfylkingar. Hún segir það vinna gegn sér að hafa setið á þingi.Fréttablaðið/Stefán Með skömm fyrir brjósti Ólín segist upplifa það sem svo að hún sé að skila skömminni. Þannig líði henni núna. „Misbeiting valds og mismunun verður ekkert skárri þó maður upplifi hana oft. Hún verður bara verri. En það er auðvitað til skammar að menn komist upp með það aftur og aftur að halla rétti manneskju án þess að málefnaleg rök liggi til grundvallar. Í samtali við formann nefndarinnar - sem kynnti mér niðurstöðuna nú síðdegis - komu ekki fram nein munnleg rök. Ekki eitt atriði gat hann nefnt til réttlætingar þeirri ákvörðun sem tekin var. Maður hefði getað ætlað að eftir tveggja tíma rökræðu og samanburð á tveimur umsækjendum væri hægt að hafa svosem eins og eina röksemd á takteinum fyrir því að velja einn en ekki annan. En því var ekki að heilsa. Engin málefnaleg rök. Bara vilji.“ Eftir sitji hún með óverðskuldaða skömm fyrir brjósti. Fyrir að fá ekki notið verðleika minna heldur hafa lotið í lægra haldi fyrir bjöguðum leikreglum, pólitískum bolagangi þar á meðal manns sem sýndi mér ekki einu sinni þá virðingu að sitja undir framsögunni sem mér var uppálagt að halda fyrir nefndinni á fundi hennar í dag. Þessari skömm vil ég skila - því hún er í raun ekki mín. Ólína er þjóðfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sína um galdra á Íslandi fyrr á öldum. Hafi meira af öllu Ólína er þess fullviss að hún sé hæfari í starfið enda hafi hún meiri menntun á því sviði sem óskað var eftir í auglýsingu, meiri og þyngri stjórnunarreyslu til lengri tíma. „Að þessum manni ólöstuðum hef ég meira af öllu sem auglýst var eftir. Þá er ég að tala um hlutlæga mælikvarða. Staða þjóðgarðsvarðar er stjórnunarstaða og í því starfi reynir á fleiri þætti heldur en starfsreynslu inna þjóðgarðsins að öðru leyti. Um hinn umsækjandann ætla ég annars ekki að tjá mig - það mun koma í hlut meirihluta þingvallanefnar að róma hann í sínum rökstuðningi.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tjáði Mbl.is í kvöld að skriflegur rökstuðningur væri í vinnslu og hann yrði væntanlega gerður opinber um helgina. Ekki náðist í Ólínu við vinnslu fréttarinnar til að fá þeirri spurningu svarað hvort hún hyggðist leggja fram kæru vegna ráðningarinnar. Ólína óskaði eftir áliti umboðsmanns Alþingis árið 2013 þegar Sigrún Stefánsdóttir var ráðin í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Mikið fjaðrafok var í kringum ráðninguna en umboðsmaður gerði ekki athugasemdir við ráðningarferlið.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira