Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 18:53 Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30
Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04