Tvöfaldur Evrópumeistari getur „loksins“ tekið bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 13:00 Jakob Ingebrigtsen fagnar EM-gulli í Berlín í ágúst. Vísir/Getty Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira