Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 15:48 Þóra Björg Helgadóttir fór um víðan völl í erindi sínu sem fjallaði um það hvernig það væri að vera kona í karlaheimi fótboltans. Vísir/vilhelm Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira