Grísku sjávarþorpi líkt við Pompeii Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 11:33 Bærinn Mati kom verulega illa út úr eldunum. Vísir/AP Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“. Skógareldar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“.
Skógareldar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira