Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2018 13:19 Beðið var með eftirvæntingu eftir fregnum af síðasta björgunarleiðangrinum. Vísir/Getty Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnulið og einstaklingar víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í þrjá sólarhringa. Fyrsti fjórum drengjunum var bjargað út á sunnudag, fjórir komust út í gær og í dag náði sérhæft björgunarlið í síðustu drengina og þjálfarann. Alls dvöldu þeir í hellinum í sautján daga og hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með fregnum af afdrifum þeirra undanfarna daga. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma, komast þeir því ekki á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Meðal þeirra sem senda strákunum kveðjur eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sem Guardian segir að hafi verið fyrst þjóðarleiðtoga til þess að senda heillakveðjur til Taílands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendir einnig kveðju, auk forsætisráðherra Bútan. Þá hefur enska knattspyrnufélagið Manchester United boðið drengjunum, þjálfaranum og björgunarliðinu í heimsókn til félagsins, auk þess sem að Roma á Ítalíu sendir kveðjur til strákanna. Elon Musk, sem fylgst hefur grannt með gangi mála, óskar einnig öllum til hamingju með árangurinn en dæmi um viðbrögð þjóðarleiðtoga og annarra má sjá hér að neðan. Heimurinn bregst við björgun fótboltastrákanna í Taílandi
Fastir í helli í Taílandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00