Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason á Keflavíkurflugvelli skrifar 27. júní 2018 21:09 Ragnar Sigurðsson fagnar með stuðningsmönnum eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira