Styttum vakta-vinnuvikuna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun