Refsing eiganda Buy.is milduð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is. Vísir/vilhelm Refsing Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, sem var eigandi Buy.is, var milduð um tólf mánuði og tæpar fimmtíu milljónir í Landsrétti fyrir helgi. Eiginkonu hans var ekki gerð refsing þar sem brot hennar þóttu fyrnd. Friðjón var ákærður fyrir að skila röngum virðisaukaskattsskýrslum tveggja félaga árin 2012 og 2013 og að hafa vantalið tekjur sínar gjaldárin 2011 til 2013. Alls var honum gefið að sök að hafa vantalið ríflega hundrað milljónir til skatts. Í fyrra var Friðjón dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu tæplega 308 milljóna sektar fyrir skattalagabrot og peningaþvætti. Eiginkona hans hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir peningaþvætti.Sjá einnig: Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Milli þess að Friðjón var sakfelldur í héraði og þar til málið fór fyrir Landsrétt hafði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn ríkinu. Málið varðaði tvöfalda refsingu vegna sama máls við meðferð skattayfirvalda og sakamáls. Með hliðsjón af dómi MDE, og dómi Hæstaréttar í svipuðu máli síðasta haust, var Friðjón sýknaður af ákæru sem varðaði hans eigin framtöl þar sem ekki var næg samþætting í tíma við meðferð málsins hjá skattayfirvöldum og lögreglu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess hve langan tíma tók að reka og rannsaka málið en einnig var litið til einbeitts brotavilja hans og hárra fjárhæða. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Refsing Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, sem var eigandi Buy.is, var milduð um tólf mánuði og tæpar fimmtíu milljónir í Landsrétti fyrir helgi. Eiginkonu hans var ekki gerð refsing þar sem brot hennar þóttu fyrnd. Friðjón var ákærður fyrir að skila röngum virðisaukaskattsskýrslum tveggja félaga árin 2012 og 2013 og að hafa vantalið tekjur sínar gjaldárin 2011 til 2013. Alls var honum gefið að sök að hafa vantalið ríflega hundrað milljónir til skatts. Í fyrra var Friðjón dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu tæplega 308 milljóna sektar fyrir skattalagabrot og peningaþvætti. Eiginkona hans hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir peningaþvætti.Sjá einnig: Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Milli þess að Friðjón var sakfelldur í héraði og þar til málið fór fyrir Landsrétt hafði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kveðið upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn ríkinu. Málið varðaði tvöfalda refsingu vegna sama máls við meðferð skattayfirvalda og sakamáls. Með hliðsjón af dómi MDE, og dómi Hæstaréttar í svipuðu máli síðasta haust, var Friðjón sýknaður af ákæru sem varðaði hans eigin framtöl þar sem ekki var næg samþætting í tíma við meðferð málsins hjá skattayfirvöldum og lögreglu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess hve langan tíma tók að reka og rannsaka málið en einnig var litið til einbeitts brotavilja hans og hárra fjárhæða.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01