Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni til Svíþjóðar. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49