Læknir Arsenal heftaði saman fót Aaron Ramsey og hann hélt áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 12:00 Aaron Ramsey var borinn af velli en snéri til baka. Vísir/Getty Aaron Ramsey lék allan leikinn með Arsenal i gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það er hinsvegar ótrúlegt að Aaron Ramsey hafi klárað leikinn miðað við myndina sem hann setti inn á Instagram eftir leikinn. Aaron Ramsey fékk stóran skurð á fótinn eftir að hafa lent í tæklingu í fyrri hálfleiknum. Hann fór inn í klefa en var ekki skipt útaf. Ramsey snéri síðan aftur inn á völlinn. Aaron Ramsey þakkaði lækni Arsenal fyrir inn á Instagram fyrir að hjálpa sér við að komast aftur inn á völlinn. Læknir Arsenal virðist hreinlega hafa heftað saman sárið á legg Aaron Ramsey. Það má sjá myndina af fæti Aaron Ramsey hér fyrir neðan.OUCH. Aaron Ramsey's leg was stapled up during Arsenal’s 2-2 draw with CSKA Moscow. (via @aaronramsey/Instagram) pic.twitter.com/b4tnx4HekI — ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2018 Ramsey mætti aftur inn á völlinn með í það minnsta sex hefti í fætinum og hann lék allar 90 mínúturnar. Hann gerði gott betur en það því Ramsey tryggði Arsenal endanlega sætið meðal þeirra fjögurra bestu með því að jafna metin í uppbótartíma leiksins. Ramsey skoraði alls þrjú mörk í leikjunum tveimur á móti CSKA Moskvu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Arsenal vann samanlagt 6-3. Þessi þrjú mörk velska miðjumannsins gerðu því útslagið. Aaron Ramsey missti af átta fyrstu leikjum Arsenal í Evrópudeildinni á þessu tímabili en hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í útsláttarkeppnini. Hann er nú alls með sjö mörk í síðutu átta leikjum í öllum keppnum.Aaron Ramsey fann vel fyrir þessu og sárið var stórt.Vísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Aaron Ramsey lék allan leikinn með Arsenal i gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það er hinsvegar ótrúlegt að Aaron Ramsey hafi klárað leikinn miðað við myndina sem hann setti inn á Instagram eftir leikinn. Aaron Ramsey fékk stóran skurð á fótinn eftir að hafa lent í tæklingu í fyrri hálfleiknum. Hann fór inn í klefa en var ekki skipt útaf. Ramsey snéri síðan aftur inn á völlinn. Aaron Ramsey þakkaði lækni Arsenal fyrir inn á Instagram fyrir að hjálpa sér við að komast aftur inn á völlinn. Læknir Arsenal virðist hreinlega hafa heftað saman sárið á legg Aaron Ramsey. Það má sjá myndina af fæti Aaron Ramsey hér fyrir neðan.OUCH. Aaron Ramsey's leg was stapled up during Arsenal’s 2-2 draw with CSKA Moscow. (via @aaronramsey/Instagram) pic.twitter.com/b4tnx4HekI — ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2018 Ramsey mætti aftur inn á völlinn með í það minnsta sex hefti í fætinum og hann lék allar 90 mínúturnar. Hann gerði gott betur en það því Ramsey tryggði Arsenal endanlega sætið meðal þeirra fjögurra bestu með því að jafna metin í uppbótartíma leiksins. Ramsey skoraði alls þrjú mörk í leikjunum tveimur á móti CSKA Moskvu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Arsenal vann samanlagt 6-3. Þessi þrjú mörk velska miðjumannsins gerðu því útslagið. Aaron Ramsey missti af átta fyrstu leikjum Arsenal í Evrópudeildinni á þessu tímabili en hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í útsláttarkeppnini. Hann er nú alls með sjö mörk í síðutu átta leikjum í öllum keppnum.Aaron Ramsey fann vel fyrir þessu og sárið var stórt.Vísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira