Ótakmarkað ímyndunarafl, meðalgóður Spielberg Tómas Valgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:30 Ready Player One er prýðilegasta poppkornsbíó sem ætti að brúa eitt eða tvö kynslóðabil á meðan því stendur. Ready Player One gerist í dystópískri framtíð þar sem nánast takmarkalaus sýndarveruleiki er orðinn að stærstu fíkn mannkynsins. Í þessum dýnamíska flóttaheimi sem nefnist Oasis geta allir tapað sér í eigin sköpunargleði, lifað fantasíur sínar, litið út hvernig sem það vill og kjaftað út í hið óendanlega um „eitís“ bíómyndir. Athyglisvert er að Steven Spielberg taki að sér poppkúltúrdrifna ævintýramynd þar sem rósarrauðum glampa er varpað á stóran og mótandi áratug fyrir vestræna dægurmenningu, sérstaklega þar sem Spielberg hafði sjálfur spilað gríðarlegan þátt í bandarískum poppkúltúr þá og hvernig hann mótaðist í bíógeiranum. Af þessum ástæðum ætti Ready Player One að vera algjör negla fyrir leikstjórann, en það er eins og hann nái aldrei að átta sig á því hvað myndin á að vera; Hvort hún sé viðvörunarsaga um tengsl okkar við tæknina og flóttaleiðir í gegnum miðla (t.d. tölvuleiki, bíómyndir, tónlist o.s.frv.) eða stórt ástarbréf til nostalgíu, sköpunar, tækni og samveru.„Páskaegg“ úti um allt Segja má að skiptar skoðanir séu á því hvort metsölubókin Ready Player One eftir Ernest Cline sé fyrirmyndar dæmi um póstmóderníska krufningu á „eitís” nostalgíu eða sjálfumglöð tilvísunartjara. Hvort það sé til hins betra eða verra er bíómyndin allavega mjög ólík uppruna sínum (þrátt fyrir að höfundurinn sjálfur eigi þátt í handritinu); hún er einfaldari og einlægari, þó kjarninn sé hinn sami. Aðdáendur bókarinnar skulu samt setja þann fyrirvara á að mikið sé búið að rótera í bókinni, sem geta verið stuðandi fréttir fyrir suma. Við kynnumst allavega Wade Watts; feimnum, hversdagslegum dreng í raunheiminum (búsettur í skemmtilega hönnuðu fátækrahverfi sem kallast „Staflarnir“) en í Oasis-heiminum - þar sem stafrænu möguleikarnir eiga sér engin mörk - er hann sjálfsöruggur töffari undir nafninu Parzival sem ekur um á túrbóhlöðnum DeLorean, elskar John Hughes og klæddur sparifötunum frá Buckaroo Banzai. Eins og mörg okkar, vonar Wade að það sé meira í líf hans spunnið, að eitthvað stærra bíði hans. Við þekkjum öll þessa sögu, en framvindan fylgir meira eða minna sögu þrautaleiks. Í Oasis-heiminum snýst allt um að finna þrjá falda hluti sem skapari leiksins skildi eftir fyrir andlát sitt. Hver sem finnur þessa hluti fær fullt yfirráð yfir heiminum og mun því baráttan um framtíð raunheimsins eiga sér stað í sýndarveruleika. Það fylgir vissulega mynd sem einblínir svona mikið á „páskaeggjaleit” að hún er hlaðin alls konar páskaeggjum; tilvísunum, földum fígúrum og góðgætum. Hópasenurnar í Oasis-heiminum verða allavega lengi grandskoðaðar í framtíðinni af áhorfendum með aðstoð pásutakkans.Meistari á sjálfsstýringu Einn hængur við Ready Player One er hvernig heildin spilast út þegar tilvísanirnar og tengingarnar við poppkúltúr raunheimsins eru strípaðar burt, því þá stendur óskaplega lítið eftir annað en klisjukennd og óvenjulega venjuleg þrautasaga, þó vel gerð sé. Handritið virðist ekkert merkilegt hafa að segja um þau mótunaráhrif sem dægurmenning hefur á okkur, né hvað það raunverulega þýðir að vera háður heilum öðrum pixlaheimi eða hvernig við tengjumst fólki gegnum þá. Heimurinn utan Oasis er sömuleiðis ekki nægilega vel skoðaður og hefði betur mátt fara út í gangverk þessa samfélags sem er límt saman á sýndargleraugum. Þrátt fyrir óvenju litlausa og grámyglulega litapallettu (sem gerir þrívíddinni enga greiða) er Ready Player One vel gerð fyrir allan peninginn, frá tæknibrellum til hljóðvinnslu. Spielberg hefur átt miklu betri daga, en jafnvel þó hann væri algjörlega á sjálfsstýringu væri hann betri en flestir leikstjórar sem sérhæfa sig í hasarbyggingu eða ævintýrum. Í fáeinum tilfellum í Ready Player One finnur maður fyrir gamla góða, væmna Spielberg og að hluta til þeim sama og færði okkur hina bráðskemmtilegu Tinnamynd fyrir fáeinum árum. Spielberg gætir þess samt að týna sér aldrei í tilvísunarblætinu, enda sjálfsagt að poppkúltúr níunda áratugarins tali ekki eins sterkt til hans æskuminninga. Áhorfandinn finnur fyrir ákveðinni fjarlægð frá leikstjóranum, en það er að vísu ein undantekning þar sem hann sækir í gamla vin sinn Kubrick með nýstárlegu „bíómixi”, sem er í senn hugmyndaríkasti hluti myndarinnar. Fyrir utan það fáum við reyndar geggjaða kappaksturssenu sem er til þess gerð að kitla ákveðnar nördataugar, sem gerist ósjálfrátt þegar DeLorean-bíllinn, King Kong og grameðlan úr Jurassic Park sameinast í einn kafla.Heillandi lið og töfralausnir Ty Sheridan er ágætur sem Wade og virðist fátt geta að því gert hvað aðalpersónan er tvívíð og óspennandi, en svo koma t.d. Ben Mendelsohn, Olivia Cooke og Mark Rylance og setja meira púður í þetta. Mendelsohn er skemmtilega púkalegur sem minnimáttar stereótýpa (fyrirtækjaharðstjóri sem er vondur vegna þess að hann vill bara græða og tengir sig hvorki við tónlist né bíómyndir), Cooke hefur sitt hlass af persónutöfrum og Rylance spilar rullu krúttboltans alla söguna, enda persóna hans með stærsta hjarta myndarinnar. Ready Player One er varla mynd til þess að rakka niður fyrir holur í söguþræði, en að því sögðu eru sumar lausnirnar í handritinu klunnalegar, þar á meðal hvernig vissar persónur leysa þrautir. Ástarsagan heldur líka ekki alveg vatni og þjáist heildin grátlega fyrir það hvað Cooke er miklu athyglisverðari persóna heldur en Sheridan. Það er athyglisverð ádeila undir yfirborðinu en Spielberg virðist eingöngu stefna að fjörugu léttmeti, eða ruslfæði með sterkum vonargljáa réttar sagt, að hætti gamla skólans. Í versta falli höfum við hér Spielberg í meðalgóðum gír, í besta hið prýðilegasta poppkornsbíó sem ætti að brúa eitt eða tvö kynslóðabil á meðan því stendur. Svo er alltaf jákvætt þegar fylgir með aukin vitundarvakning fyrir klassíkinni Buckaroo Banzai hjá yngri hópunum. Það er fyrir öllu.Niðurstaða: Þetta framtíðarlega nostalgíupartí Spielbergs er bæði töfrandi og tómlegt, en almennt flott. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ready Player One gerist í dystópískri framtíð þar sem nánast takmarkalaus sýndarveruleiki er orðinn að stærstu fíkn mannkynsins. Í þessum dýnamíska flóttaheimi sem nefnist Oasis geta allir tapað sér í eigin sköpunargleði, lifað fantasíur sínar, litið út hvernig sem það vill og kjaftað út í hið óendanlega um „eitís“ bíómyndir. Athyglisvert er að Steven Spielberg taki að sér poppkúltúrdrifna ævintýramynd þar sem rósarrauðum glampa er varpað á stóran og mótandi áratug fyrir vestræna dægurmenningu, sérstaklega þar sem Spielberg hafði sjálfur spilað gríðarlegan þátt í bandarískum poppkúltúr þá og hvernig hann mótaðist í bíógeiranum. Af þessum ástæðum ætti Ready Player One að vera algjör negla fyrir leikstjórann, en það er eins og hann nái aldrei að átta sig á því hvað myndin á að vera; Hvort hún sé viðvörunarsaga um tengsl okkar við tæknina og flóttaleiðir í gegnum miðla (t.d. tölvuleiki, bíómyndir, tónlist o.s.frv.) eða stórt ástarbréf til nostalgíu, sköpunar, tækni og samveru.„Páskaegg“ úti um allt Segja má að skiptar skoðanir séu á því hvort metsölubókin Ready Player One eftir Ernest Cline sé fyrirmyndar dæmi um póstmóderníska krufningu á „eitís” nostalgíu eða sjálfumglöð tilvísunartjara. Hvort það sé til hins betra eða verra er bíómyndin allavega mjög ólík uppruna sínum (þrátt fyrir að höfundurinn sjálfur eigi þátt í handritinu); hún er einfaldari og einlægari, þó kjarninn sé hinn sami. Aðdáendur bókarinnar skulu samt setja þann fyrirvara á að mikið sé búið að rótera í bókinni, sem geta verið stuðandi fréttir fyrir suma. Við kynnumst allavega Wade Watts; feimnum, hversdagslegum dreng í raunheiminum (búsettur í skemmtilega hönnuðu fátækrahverfi sem kallast „Staflarnir“) en í Oasis-heiminum - þar sem stafrænu möguleikarnir eiga sér engin mörk - er hann sjálfsöruggur töffari undir nafninu Parzival sem ekur um á túrbóhlöðnum DeLorean, elskar John Hughes og klæddur sparifötunum frá Buckaroo Banzai. Eins og mörg okkar, vonar Wade að það sé meira í líf hans spunnið, að eitthvað stærra bíði hans. Við þekkjum öll þessa sögu, en framvindan fylgir meira eða minna sögu þrautaleiks. Í Oasis-heiminum snýst allt um að finna þrjá falda hluti sem skapari leiksins skildi eftir fyrir andlát sitt. Hver sem finnur þessa hluti fær fullt yfirráð yfir heiminum og mun því baráttan um framtíð raunheimsins eiga sér stað í sýndarveruleika. Það fylgir vissulega mynd sem einblínir svona mikið á „páskaeggjaleit” að hún er hlaðin alls konar páskaeggjum; tilvísunum, földum fígúrum og góðgætum. Hópasenurnar í Oasis-heiminum verða allavega lengi grandskoðaðar í framtíðinni af áhorfendum með aðstoð pásutakkans.Meistari á sjálfsstýringu Einn hængur við Ready Player One er hvernig heildin spilast út þegar tilvísanirnar og tengingarnar við poppkúltúr raunheimsins eru strípaðar burt, því þá stendur óskaplega lítið eftir annað en klisjukennd og óvenjulega venjuleg þrautasaga, þó vel gerð sé. Handritið virðist ekkert merkilegt hafa að segja um þau mótunaráhrif sem dægurmenning hefur á okkur, né hvað það raunverulega þýðir að vera háður heilum öðrum pixlaheimi eða hvernig við tengjumst fólki gegnum þá. Heimurinn utan Oasis er sömuleiðis ekki nægilega vel skoðaður og hefði betur mátt fara út í gangverk þessa samfélags sem er límt saman á sýndargleraugum. Þrátt fyrir óvenju litlausa og grámyglulega litapallettu (sem gerir þrívíddinni enga greiða) er Ready Player One vel gerð fyrir allan peninginn, frá tæknibrellum til hljóðvinnslu. Spielberg hefur átt miklu betri daga, en jafnvel þó hann væri algjörlega á sjálfsstýringu væri hann betri en flestir leikstjórar sem sérhæfa sig í hasarbyggingu eða ævintýrum. Í fáeinum tilfellum í Ready Player One finnur maður fyrir gamla góða, væmna Spielberg og að hluta til þeim sama og færði okkur hina bráðskemmtilegu Tinnamynd fyrir fáeinum árum. Spielberg gætir þess samt að týna sér aldrei í tilvísunarblætinu, enda sjálfsagt að poppkúltúr níunda áratugarins tali ekki eins sterkt til hans æskuminninga. Áhorfandinn finnur fyrir ákveðinni fjarlægð frá leikstjóranum, en það er að vísu ein undantekning þar sem hann sækir í gamla vin sinn Kubrick með nýstárlegu „bíómixi”, sem er í senn hugmyndaríkasti hluti myndarinnar. Fyrir utan það fáum við reyndar geggjaða kappaksturssenu sem er til þess gerð að kitla ákveðnar nördataugar, sem gerist ósjálfrátt þegar DeLorean-bíllinn, King Kong og grameðlan úr Jurassic Park sameinast í einn kafla.Heillandi lið og töfralausnir Ty Sheridan er ágætur sem Wade og virðist fátt geta að því gert hvað aðalpersónan er tvívíð og óspennandi, en svo koma t.d. Ben Mendelsohn, Olivia Cooke og Mark Rylance og setja meira púður í þetta. Mendelsohn er skemmtilega púkalegur sem minnimáttar stereótýpa (fyrirtækjaharðstjóri sem er vondur vegna þess að hann vill bara græða og tengir sig hvorki við tónlist né bíómyndir), Cooke hefur sitt hlass af persónutöfrum og Rylance spilar rullu krúttboltans alla söguna, enda persóna hans með stærsta hjarta myndarinnar. Ready Player One er varla mynd til þess að rakka niður fyrir holur í söguþræði, en að því sögðu eru sumar lausnirnar í handritinu klunnalegar, þar á meðal hvernig vissar persónur leysa þrautir. Ástarsagan heldur líka ekki alveg vatni og þjáist heildin grátlega fyrir það hvað Cooke er miklu athyglisverðari persóna heldur en Sheridan. Það er athyglisverð ádeila undir yfirborðinu en Spielberg virðist eingöngu stefna að fjörugu léttmeti, eða ruslfæði með sterkum vonargljáa réttar sagt, að hætti gamla skólans. Í versta falli höfum við hér Spielberg í meðalgóðum gír, í besta hið prýðilegasta poppkornsbíó sem ætti að brúa eitt eða tvö kynslóðabil á meðan því stendur. Svo er alltaf jákvætt þegar fylgir með aukin vitundarvakning fyrir klassíkinni Buckaroo Banzai hjá yngri hópunum. Það er fyrir öllu.Niðurstaða: Þetta framtíðarlega nostalgíupartí Spielbergs er bæði töfrandi og tómlegt, en almennt flott.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira