Flókin og erfið forræðisdeila um litla tík Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2018 12:55 Aníta sér engan kost í stöðunni annan en afhenda fyrri eiganda Lukku aftur og kostar það talsverðan harm á heimilinu. Mikill tregi og sorg ríkir nú á heimili Anítu Estívu Harðardóttur. Fjölskyldan, hún, eiginmaður hennar og tvö ung börn, tóku að sér litla tík, sem er blanda af Chihuahua og Miniature Pinscher fyrir hálfu ári. Nú hefur fyrri eigandi krafist þess að fá tíkina aftur og Aníta Estíva, sem er umsjónarmaður bleikt.is auk þess sem hún skrifar í DV, segist ekki sjá nein ráð önnur en að verða við því.Munu hugsa sig um tvisvar „Þetta er ekki beint staða sem hvetur fólk til þess að taka að sér eldri hund sem er í heimilisvandræðum vitandi það að hægt sé að lenda í þessu. Við ákváðum að skoða Dýrahjálp.is og taka að okkur eldri hund frekar en að taka að okkur hvolp þar sem það er mikið offramboð á eldri hundum sem vantar ást og heimili. En við munum hugsa okkur tvisvar sinnum um eftir þetta,“ segir Aníta Estíva sem hefur athyglisverða sögu að segja í tengslum við erfiða forsjárdeilu sem hún er óvænt lent í. Hún segir afar leitt að þurfa að sætta sig við það að vilja stækka fjölskyldu sína „með svona lítilli loðinni viðbót og svo hálfu ári seinna sé maður bara í órétti og hægt sé að kippa henni frá manni þrátt fyrir að við séum að veita henni allt það besta og henni líði svo vel hjá okkur.“Mikilvægi örmerkingarinnar Aníta og fjölskylda tóku að sér litlu tíkina Lukku fyrir um hálfu ár. Seinna krafðist fyrri eigandi þess að fá hana aftur og vegna þess að hún er samkvæmt örmerki skráður eigandi, þá metur Aníta það sem svo að hún eigi engan kost annan í stöðunni en láta það eftir ungu konunni sem um ræðir.Charlotta Oddsdóttir er formaður Dýralæknafélagsins Íslands.Vísir bar þetta atriði undir Charlottu Oddsdóttur, formann Dýralæknafélagsins Íslands, en hún segir að lögum samkvæmt skuli örmerkja öll dýr. Komið var á fót sérstökum gagnagrunni sem Völustallur ehf. rekur og annast til að halda utan um þetta, áður en gildandi lög um dýravelferð voru sett. Þar kemur fram að öll dýr skuli einstaklingsmerkt.Eignarréttur sterkur „Svo er það spurning hvernig það er túlkað,“ segir Charlotta. Hún segir að Dýralæknafélagið stjórni því í sjálfu sér ekki heldur er það mál sem lögfræðingar þyrftu að skoða. Þetta sé líklega mál sem heyri undir eignarréttarlög. Réttur þess sem lætur örmerkja og skrá dýrið hljóti að vera nokkur en þetta snúist þá um hvort einhver geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að hann sé eigandi dýrsins. Sá sem er skráður fyrir dýrinu þarf að veita sérstakt leyfi til að skrá dýrið á annan eiganda. „Eignarétturinn er svo sterkur. Það er vitað í tengslum við dýravelferðarmál; það þarf að koma til mikil sönnunarbyrði ef svipta á fólki rétti til að halda dýr.“ Charlotta segir rétt að benda gæludýraeigendum á að vert sé að ganga frá öllum lausum endum. „Ekki er nóg að dýrið sé örmerkt, það þarf að skrá það einhvers staðar. Fólk fær dýr og sagt að það sé örmerkt og bólusett en þá þarf að skrá það nafn einhvers staðar. Það þarf sá sem tekur við dýrinu að ganga frá því.“Sáu Lukku á Dýrahjálp Þetta er einmitt flækjan sem Aníta lendir í. „Við, ég og maðurinn minn, höfðum verið að velta því fyrir okkur að fá okkur hund um nokkurn tíma. Höfðum verið að skoða dýrahjálp af því að það er svo mikið verið að mæla með því að fá sér eldri hund frekar en hvolp. Þá sjáum hund sem við þekkjum. Á Dýrahjálp, ég þekki eigandann sem er fyrrverandi kærasta litla bróður míns. Þau áttu þennan hund saman. Nokkuð frá því þau hættu saman. Hún er að auglýsa hundinn gefins, geti ekki sinnt henni og sé að finna henni heimili.“ Aníta sendi henni skilaboð beint, á forsendum fyrri kynna og segir að stúlkan hafi þá ákveðið að gefa henni hundinn. Um það er ekki deilt.Fjölskyldan sá Lukku fyrst þegar hún var auglýst á Dýrahjálp. Fyrri eigandi sá sig tilneydda til að gefa litlu tíkina frá sér.„Við ákváðum að taka Lukku í reynslutíma nokkra daga fyrst, sjá hvernig gengi. Hún hefur verið erfið í umgengni alla tíð, lítið alin, mikið gelt, ekki lært að pissa og kúka úti,“ segir Aníta en um er að ræða tæplega þriggja ára tík.Lukka fljót að aðlagast nýrri fjölskyldu Fjölskyldunni leist ekki á blikuna fyrst eftir að Lukka kom þeirra. Hún var aggresív við krakkana, urraði á þá ef þeir vildu koma uppí rúm og stressuð. Hún var mikið í að kasta upp og skalf mikið. En, þetta rjátlaðist afar fljótlega af henni og þeim tókst að húsvenja tíkina á tiltölulega skömmum tíma. „Hún hefur samband og spyr hvernig gangi og hvort við ætlum að halda henni. Ég segi bara já, við séum búin að taka ákvörðun um að hún sé bara partur af okkar fjölskyldu. Lukka finnur að hún er komin heim og er orðin mjög róleg. Allt gengur rosalega vel.“Krefst þess að fá stöðugar fréttir og myndir af Lukku Þá tekur við tímabil þar sem fyrri eigandi biður um að fá að kveðja hana, hún þurfi að láta Anítu fá dót hundsins og svo framvegis. „Við vorum þá búin að taka ákvörðun um þetta og ætlum að láta á þetta reyna af fullri ábyrgð og alvöru. Ég tók það skýrt fram við hana, fyrri eiganda, að Lukka væri komin til að vera. Ég ætlaði ekki að láta hana á meira flakk. Hún var rosalega ánægð með það, vildi fá að koma og kveðja hana spyr hvort hún megi ekki fylgjast með henni.“ Það var velkomið af hálfu Anítu sem taldi það hið eðlilegasta.En, fljótlega fer hún að krefja mig um meiri upplýsingar, sig vanti myndir og myndbönd af henni og einu skiptin sem hún fái fréttir sé þegar hún er að spyrja um hana. „Ég segi henni að ég geti ekki verið bundin því. Ég sé í vinnu og með börn og svona en held þó áfram að senda henni myndir, þrisvar til fjórum sinnum í mánuði. Hún heldur samt áfram að kvarta undan skorti á upplýsingum.“Krefst þess óvænt að fá hundinn aftur Um hálft ár er liðið síðan Lukka kom til fjölskyldunnar. Aníta var að vinna í skattaskýrslunni þegar hún áttar sig á því að til að tryggja hundinn þurfi hann að vera skráður á hennar kennitölu. Hún segir þetta fremur ruglingslegt fyrirkomulag.Lukka hefur aðlagast fjölskyldulífinu og elskar að liggja ofan á fjölskyldumeðlimum, hér lætur hún fara vel um sig á Kristófer Vopna.„Þetta eru tvær skráningar. Ég get skráð hundinn á mitt lögheimili á bæjarfélaginu og borgað hundagjald. En á dýraauðkenni.is er örmerki, sem komið hefur verið fyrir í hálsinum á henni, skráð. Ég hafði samband við fyrri eiganda og bað hana um að breyta um kennitölu. Nema, þá segist hún vilja skoða þetta nánar, hún tefur málið og svo sendir hún mér skilaboð um að hún vilji fá hundinn aftur.“ Við það fór um Anítu sem benti henni á að þannig gæti þetta ekki gengið fyrir sig. „Krakkarnir hafa tengst hundinum miklum böndum, fjölskyldan öll. Ég sagði henni að hún gæti ekki bara tekið hundinn.“Kom ekki ein til að hitta tíkina Fyrri eigandi fer þá fram á að fá að koma og hitta hundinn og Aníta fellst á það en þó með þeim skilmálum að það komi ekki til greina að hún sé að fara að taka Lukku. „Hún kom til okkar á miðvikdagskvöld. Kemur inní íbúðina, segir að hún sakni hennar svo mikið að hún vilji fá hana aftur. Við reynum að útskýra fyrir henni að börnin séu búin að tengjast henni. Myndi brjóta hjartað á þeim. Við skiljum að hún sakni Lukku en þetta væri skelfilegt fyrir fjölskylduna.Þá segir hún við okkur að hún hafi ekki komið ein. Þá segir hún við okkur að það séu einhverjir strákar úti í bíl. Maðurinn minn brást reiður við og spurði hvort hún sé að hóta okkur með börnin sofandi inni í herbergi? Nei, svona virkar þetta ekki. Að koma inná okkar heimili og vera svo með einhverjar hótanir. Við byrjum hana að slaka á og við verðum bara að leysa þetta eins og fullorðnar manneskjur.“Viktoría Fanney í göngutúr með Lukku inni því hún var með hlaupabóluFyrrum eigandi fór við svo búið en krafðist þess að fá að hitta tíkina oftar og fá fleiri myndir sendar af henni. Aníta segir að hún hafi sótt það mjög fast að fá hana í hendur en þau hafi forðast það vegna vissu um að þá myndu þau aldrei sjá Lukku aftur.Sá sem er skráður fyrir dýrinu telst löglegur eigandi Aníta hafði þá samband við Dýraauðkenni til að kynna sér stöðu sína betur og þar var henni tjáð að lögum samkvæmt sé fyrri eigandi skráður fyrir dýrinu og teljist því löglegur eigandi. „Ég hélt að þetta auðkenni væri bara ef hundurinn myndi týnast. Og til þess að koma honum í réttar hendur aftur. Við erum alveg miður okkur, tíkinni aldrei liðið betur. Sú sem varð fyrir svörum hjá Dýraauðkenni sagði að okkur þyki greinilega jafn vænt um hundinn en hún sé löglegur eigandi og ef þetta færi fyrir dómsstóla þá eigi hún hann.“Ætla að gefa hundinn eftir Málið stendur sem sagt þannig að Lukka er enn hjá Anítu sem þó sér engan kost annan í stöðunni en afhenda hundinn aftur. „Við viljum ekki vera að standa í einhverjum hótunum, með tvö lítil börn. Sögðum við hana að hún gæti fengið hana en við vildum fá tíma til að kveðja hana og finna eitthvað út úr þessu.“Lukka í peysu sem Aníta keypti svo tíkinni verði ekki kalt í vetur.Þetta hefur dregist því Aníta fór jafnframt fram á að fyrri eigandi greiddi útgjöld vegna hundsins, sem felst meðal annars í ól og fatnaði, kostnaður sem þau gáfu upp að væri um 30 þúsund. Fyrri eigandi hefur ekki haft efni á að reiða það fram. Aníta segir að fyrir þremur árum hafi hún átt hund sem hún þurfti, aðstæðna vegna að láta frá sér, og var hann sendur á bóndabæ. Hún segir að það myndi aldrei hvarfla að sér að gera tilkall til hans aftur en fræðilega gæti hún það, því sá hundur örmerktur henni.Kvíðir því að segja börnunum frá þessu „Þetta er alveg fáránlegt. Og hrikalega leiðinlegt mál. Við áttum okkur fullkomlega á því að fyrri eigandi elskar Lukku og saknar hennar en fyrir okkur er þetta líka ótrúlega vont; börnin okkar hafa tengst henni svo mikið og við þurfum því að eiga þær ömurlegu samræður við þau að hún geti ekki lengur átt heima hjá okkur. Af því að fyrri eigandi vill fá hana aftur. Ég kvíði því mikið að segja stráknum mínum frá því, ég geri mér fulla grein fyrir því að hann sé ungur og mun jafna sig en þetta er samt eitthvað sem á eftir að taka á og þá sérstaklega hann þar sem þau eiga svona gott samband,“ segir Aníta.En við getum því miður ekkert annað gert. Aníta telur vert að þessi saga sé sögð svo fólk geti reynt að fyrirbyggja að slíkar aðstæður, sem tengjast forræði dýra, komi upp. Lykilatriði sé, þegar fólk tekur að sér dýr, að ganga frá öllum lausum endum, svo sem skráningu dýranna.Lukka og Kristófer Vopni fá sér lúr. Aníta veit ekki alveg hvernig hún á að segja börnunum frá því að Lukka þurfi nú að fara. Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Mikill tregi og sorg ríkir nú á heimili Anítu Estívu Harðardóttur. Fjölskyldan, hún, eiginmaður hennar og tvö ung börn, tóku að sér litla tík, sem er blanda af Chihuahua og Miniature Pinscher fyrir hálfu ári. Nú hefur fyrri eigandi krafist þess að fá tíkina aftur og Aníta Estíva, sem er umsjónarmaður bleikt.is auk þess sem hún skrifar í DV, segist ekki sjá nein ráð önnur en að verða við því.Munu hugsa sig um tvisvar „Þetta er ekki beint staða sem hvetur fólk til þess að taka að sér eldri hund sem er í heimilisvandræðum vitandi það að hægt sé að lenda í þessu. Við ákváðum að skoða Dýrahjálp.is og taka að okkur eldri hund frekar en að taka að okkur hvolp þar sem það er mikið offramboð á eldri hundum sem vantar ást og heimili. En við munum hugsa okkur tvisvar sinnum um eftir þetta,“ segir Aníta Estíva sem hefur athyglisverða sögu að segja í tengslum við erfiða forsjárdeilu sem hún er óvænt lent í. Hún segir afar leitt að þurfa að sætta sig við það að vilja stækka fjölskyldu sína „með svona lítilli loðinni viðbót og svo hálfu ári seinna sé maður bara í órétti og hægt sé að kippa henni frá manni þrátt fyrir að við séum að veita henni allt það besta og henni líði svo vel hjá okkur.“Mikilvægi örmerkingarinnar Aníta og fjölskylda tóku að sér litlu tíkina Lukku fyrir um hálfu ár. Seinna krafðist fyrri eigandi þess að fá hana aftur og vegna þess að hún er samkvæmt örmerki skráður eigandi, þá metur Aníta það sem svo að hún eigi engan kost annan í stöðunni en láta það eftir ungu konunni sem um ræðir.Charlotta Oddsdóttir er formaður Dýralæknafélagsins Íslands.Vísir bar þetta atriði undir Charlottu Oddsdóttur, formann Dýralæknafélagsins Íslands, en hún segir að lögum samkvæmt skuli örmerkja öll dýr. Komið var á fót sérstökum gagnagrunni sem Völustallur ehf. rekur og annast til að halda utan um þetta, áður en gildandi lög um dýravelferð voru sett. Þar kemur fram að öll dýr skuli einstaklingsmerkt.Eignarréttur sterkur „Svo er það spurning hvernig það er túlkað,“ segir Charlotta. Hún segir að Dýralæknafélagið stjórni því í sjálfu sér ekki heldur er það mál sem lögfræðingar þyrftu að skoða. Þetta sé líklega mál sem heyri undir eignarréttarlög. Réttur þess sem lætur örmerkja og skrá dýrið hljóti að vera nokkur en þetta snúist þá um hvort einhver geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að hann sé eigandi dýrsins. Sá sem er skráður fyrir dýrinu þarf að veita sérstakt leyfi til að skrá dýrið á annan eiganda. „Eignarétturinn er svo sterkur. Það er vitað í tengslum við dýravelferðarmál; það þarf að koma til mikil sönnunarbyrði ef svipta á fólki rétti til að halda dýr.“ Charlotta segir rétt að benda gæludýraeigendum á að vert sé að ganga frá öllum lausum endum. „Ekki er nóg að dýrið sé örmerkt, það þarf að skrá það einhvers staðar. Fólk fær dýr og sagt að það sé örmerkt og bólusett en þá þarf að skrá það nafn einhvers staðar. Það þarf sá sem tekur við dýrinu að ganga frá því.“Sáu Lukku á Dýrahjálp Þetta er einmitt flækjan sem Aníta lendir í. „Við, ég og maðurinn minn, höfðum verið að velta því fyrir okkur að fá okkur hund um nokkurn tíma. Höfðum verið að skoða dýrahjálp af því að það er svo mikið verið að mæla með því að fá sér eldri hund frekar en hvolp. Þá sjáum hund sem við þekkjum. Á Dýrahjálp, ég þekki eigandann sem er fyrrverandi kærasta litla bróður míns. Þau áttu þennan hund saman. Nokkuð frá því þau hættu saman. Hún er að auglýsa hundinn gefins, geti ekki sinnt henni og sé að finna henni heimili.“ Aníta sendi henni skilaboð beint, á forsendum fyrri kynna og segir að stúlkan hafi þá ákveðið að gefa henni hundinn. Um það er ekki deilt.Fjölskyldan sá Lukku fyrst þegar hún var auglýst á Dýrahjálp. Fyrri eigandi sá sig tilneydda til að gefa litlu tíkina frá sér.„Við ákváðum að taka Lukku í reynslutíma nokkra daga fyrst, sjá hvernig gengi. Hún hefur verið erfið í umgengni alla tíð, lítið alin, mikið gelt, ekki lært að pissa og kúka úti,“ segir Aníta en um er að ræða tæplega þriggja ára tík.Lukka fljót að aðlagast nýrri fjölskyldu Fjölskyldunni leist ekki á blikuna fyrst eftir að Lukka kom þeirra. Hún var aggresív við krakkana, urraði á þá ef þeir vildu koma uppí rúm og stressuð. Hún var mikið í að kasta upp og skalf mikið. En, þetta rjátlaðist afar fljótlega af henni og þeim tókst að húsvenja tíkina á tiltölulega skömmum tíma. „Hún hefur samband og spyr hvernig gangi og hvort við ætlum að halda henni. Ég segi bara já, við séum búin að taka ákvörðun um að hún sé bara partur af okkar fjölskyldu. Lukka finnur að hún er komin heim og er orðin mjög róleg. Allt gengur rosalega vel.“Krefst þess að fá stöðugar fréttir og myndir af Lukku Þá tekur við tímabil þar sem fyrri eigandi biður um að fá að kveðja hana, hún þurfi að láta Anítu fá dót hundsins og svo framvegis. „Við vorum þá búin að taka ákvörðun um þetta og ætlum að láta á þetta reyna af fullri ábyrgð og alvöru. Ég tók það skýrt fram við hana, fyrri eiganda, að Lukka væri komin til að vera. Ég ætlaði ekki að láta hana á meira flakk. Hún var rosalega ánægð með það, vildi fá að koma og kveðja hana spyr hvort hún megi ekki fylgjast með henni.“ Það var velkomið af hálfu Anítu sem taldi það hið eðlilegasta.En, fljótlega fer hún að krefja mig um meiri upplýsingar, sig vanti myndir og myndbönd af henni og einu skiptin sem hún fái fréttir sé þegar hún er að spyrja um hana. „Ég segi henni að ég geti ekki verið bundin því. Ég sé í vinnu og með börn og svona en held þó áfram að senda henni myndir, þrisvar til fjórum sinnum í mánuði. Hún heldur samt áfram að kvarta undan skorti á upplýsingum.“Krefst þess óvænt að fá hundinn aftur Um hálft ár er liðið síðan Lukka kom til fjölskyldunnar. Aníta var að vinna í skattaskýrslunni þegar hún áttar sig á því að til að tryggja hundinn þurfi hann að vera skráður á hennar kennitölu. Hún segir þetta fremur ruglingslegt fyrirkomulag.Lukka hefur aðlagast fjölskyldulífinu og elskar að liggja ofan á fjölskyldumeðlimum, hér lætur hún fara vel um sig á Kristófer Vopna.„Þetta eru tvær skráningar. Ég get skráð hundinn á mitt lögheimili á bæjarfélaginu og borgað hundagjald. En á dýraauðkenni.is er örmerki, sem komið hefur verið fyrir í hálsinum á henni, skráð. Ég hafði samband við fyrri eiganda og bað hana um að breyta um kennitölu. Nema, þá segist hún vilja skoða þetta nánar, hún tefur málið og svo sendir hún mér skilaboð um að hún vilji fá hundinn aftur.“ Við það fór um Anítu sem benti henni á að þannig gæti þetta ekki gengið fyrir sig. „Krakkarnir hafa tengst hundinum miklum böndum, fjölskyldan öll. Ég sagði henni að hún gæti ekki bara tekið hundinn.“Kom ekki ein til að hitta tíkina Fyrri eigandi fer þá fram á að fá að koma og hitta hundinn og Aníta fellst á það en þó með þeim skilmálum að það komi ekki til greina að hún sé að fara að taka Lukku. „Hún kom til okkar á miðvikdagskvöld. Kemur inní íbúðina, segir að hún sakni hennar svo mikið að hún vilji fá hana aftur. Við reynum að útskýra fyrir henni að börnin séu búin að tengjast henni. Myndi brjóta hjartað á þeim. Við skiljum að hún sakni Lukku en þetta væri skelfilegt fyrir fjölskylduna.Þá segir hún við okkur að hún hafi ekki komið ein. Þá segir hún við okkur að það séu einhverjir strákar úti í bíl. Maðurinn minn brást reiður við og spurði hvort hún sé að hóta okkur með börnin sofandi inni í herbergi? Nei, svona virkar þetta ekki. Að koma inná okkar heimili og vera svo með einhverjar hótanir. Við byrjum hana að slaka á og við verðum bara að leysa þetta eins og fullorðnar manneskjur.“Viktoría Fanney í göngutúr með Lukku inni því hún var með hlaupabóluFyrrum eigandi fór við svo búið en krafðist þess að fá að hitta tíkina oftar og fá fleiri myndir sendar af henni. Aníta segir að hún hafi sótt það mjög fast að fá hana í hendur en þau hafi forðast það vegna vissu um að þá myndu þau aldrei sjá Lukku aftur.Sá sem er skráður fyrir dýrinu telst löglegur eigandi Aníta hafði þá samband við Dýraauðkenni til að kynna sér stöðu sína betur og þar var henni tjáð að lögum samkvæmt sé fyrri eigandi skráður fyrir dýrinu og teljist því löglegur eigandi. „Ég hélt að þetta auðkenni væri bara ef hundurinn myndi týnast. Og til þess að koma honum í réttar hendur aftur. Við erum alveg miður okkur, tíkinni aldrei liðið betur. Sú sem varð fyrir svörum hjá Dýraauðkenni sagði að okkur þyki greinilega jafn vænt um hundinn en hún sé löglegur eigandi og ef þetta færi fyrir dómsstóla þá eigi hún hann.“Ætla að gefa hundinn eftir Málið stendur sem sagt þannig að Lukka er enn hjá Anítu sem þó sér engan kost annan í stöðunni en afhenda hundinn aftur. „Við viljum ekki vera að standa í einhverjum hótunum, með tvö lítil börn. Sögðum við hana að hún gæti fengið hana en við vildum fá tíma til að kveðja hana og finna eitthvað út úr þessu.“Lukka í peysu sem Aníta keypti svo tíkinni verði ekki kalt í vetur.Þetta hefur dregist því Aníta fór jafnframt fram á að fyrri eigandi greiddi útgjöld vegna hundsins, sem felst meðal annars í ól og fatnaði, kostnaður sem þau gáfu upp að væri um 30 þúsund. Fyrri eigandi hefur ekki haft efni á að reiða það fram. Aníta segir að fyrir þremur árum hafi hún átt hund sem hún þurfti, aðstæðna vegna að láta frá sér, og var hann sendur á bóndabæ. Hún segir að það myndi aldrei hvarfla að sér að gera tilkall til hans aftur en fræðilega gæti hún það, því sá hundur örmerktur henni.Kvíðir því að segja börnunum frá þessu „Þetta er alveg fáránlegt. Og hrikalega leiðinlegt mál. Við áttum okkur fullkomlega á því að fyrri eigandi elskar Lukku og saknar hennar en fyrir okkur er þetta líka ótrúlega vont; börnin okkar hafa tengst henni svo mikið og við þurfum því að eiga þær ömurlegu samræður við þau að hún geti ekki lengur átt heima hjá okkur. Af því að fyrri eigandi vill fá hana aftur. Ég kvíði því mikið að segja stráknum mínum frá því, ég geri mér fulla grein fyrir því að hann sé ungur og mun jafna sig en þetta er samt eitthvað sem á eftir að taka á og þá sérstaklega hann þar sem þau eiga svona gott samband,“ segir Aníta.En við getum því miður ekkert annað gert. Aníta telur vert að þessi saga sé sögð svo fólk geti reynt að fyrirbyggja að slíkar aðstæður, sem tengjast forræði dýra, komi upp. Lykilatriði sé, þegar fólk tekur að sér dýr, að ganga frá öllum lausum endum, svo sem skráningu dýranna.Lukka og Kristófer Vopni fá sér lúr. Aníta veit ekki alveg hvernig hún á að segja börnunum frá því að Lukka þurfi nú að fara.
Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira