„Ekki eins og við sitjum hérna sníkjandi vörur“ Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2018 14:30 Hinir svokölluðu áhrifavaldar eru í öngum sínum vegna fréttar þess efnis að þeir séu orðnir helst til frekir til fjörsins og vilji fá hitt og þetta sér að kostnaðarlausu. Óhætt er að segja að hinir svonefndu „áhrifavaldar“, það eru þeir sem gert hafa sér mat úr því að auglýsa ýmsan varning á samfélagsmiðlum, séu með böggum hildar vegna fréttar Vísis. Þar er því lýst að brögð séu af því að fólk heimti fríar vörur á þeim forsendum að það sé fyrirferðarmikið á samfélagsmiðlum. Þetta virðist reyndar vera orðin hin mesta plága. „Það er rosalega mikið suðað um að fá eitthvað frítt,“ segir Erna Hreinsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Pippa.is. Fyrirspurnir af þessu tagi hafa færst í aukana undanfarið. Anna Jónsdóttir, sem rekur Puffin Hótel í Vík fær reglulega fyrirspurnir um fría gistingu og segist ekki þora öðru en að svara þeim með kurteisi af ótta við það að hótelið verði tekið fyrir í umfjöllun viðkomandi.“Óhressir áhrifavaldarÞeir sem hins vegar hafa verið kallaðir „áhrifavaldar“ eru ekki hressir með þessar lýsingar.Anna og Erna segja það færast mjög í aukana að áhrifavaldarnir vilji fá hitt og þetta sér að kostnaðarlausu.„En svona í heildina litið þá held ég að fólk almennt lesi þessa frétt eins og þetta eigi við okkur öll... og að við sitjum hérna sníkjandi um fríar vörur. Bara no!“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir sem vekur máls á téðri frétt í lokuðum Facebook-hópi sem kallast Samfélagsmiðlaspamm. Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem jafnframt tjáir sig um málið, tekur undir með Ernu og segir að sér finnist þessi „grein hreint út fáránleg og óþolandi umræða“.Mikil vinna á bak við velgengni á samfélagsmiðlumFram kemur í máli þeirra sem þar tjá sig að það sé mikil vinna sem felist í því að afla sér fylgis á samfélagsmiðlum, svo sem Snapchat og Instagram og þá ekki síður að halda því fylgi. Erna Kristín fer nánar í saumana á þessu: „Ég held að við öll sem vinnum sem áhrifavaldar getum verið sammála um að þær vörur sem við tökum að okkur að auglýsa eru ekki "fríar" það er vinna á bakvið auglýsingarnar og það er MIKIL vinna á bakvið samfélagsmiðlana & fylgið sem við höfum safnað saman, og tala nú ekki um vinnuna að halda þessu fylgi.Erna Kristín bendir á að mikil vinna búi að baki því að afla sér fylgist á samfélagsmiðlum og þá ekki síður að halda í það fylgi.visir/eyþórÉg er bara orðin örlítið þreytt á því að fólk heldur að um ræðir "frítt stuff" sem maður fær bara upp í hendurnar. Þetta er bara svo langt frá því að vera svo einfalt. Og fyrir utan þá staðreynd að fá bara vörur en ekki greiðslu líka er meira en vel sloppið hjá fyrirtækjum. Þegar fyrirtæki senda inn auglýsingar í blöðin, fréttir, útvarp og annað, hvort haldið þið að þau taki við vörum eða greiðslu?“Ný og framandi atvinnustarfsemiLóa Pind fjallaði ítarlega um þessa veröld og atvinnustarfsemi sem þeim sem eldri eru kann að virðast framandi í þáttum sínum Snapparar sem voru á dagskrá Stöðvar 2 nýverið. Þar kom fram að margir hafa verulegar tekjur af því að auglýsa allskyns varning og að þeir fái gjarnan sendar vörur frá fyrirtækjum sem vilja vekja athygli á sér og sínu. Í þáttunum greinir einn helsti Snappari landsins, Manúela Ósk, frá því að fólk sé komið með ógeð á öllu auglýsingafarganinu á samfélagsmiðlum. Margir velta því fyrir sér hvernig þessi starfsemi horfi við Ríkisskattstjóra? Svo virðist sem um grátt svæði sé að ræða.Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá Ríkisskattstjóra segir það í sjálfu sér rétt og gera verði greinarmun á tækifærisgjöfum og svo beinum peningagreiðslum. Ef einhver er að fá 500 þúsund krónur fyrir að nefna einhverja vöru þá leiki enginn vafi á um að um sé að ræða skattskyldar tekjur. En, ef fólk fær húfu og vettlinga og lætur taka af sér mynd með slíkt og segja af því sé þetta spurning um hversu verðmikill hluturinn er.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og hans fólk er komið með annað augað á áhrifavaldana, ef ekki bæði tvö.visir/anton brink„Það er talað um hæfilegar tækifærisgjafir í reglugerð en engin fjárhæðir nefndar. Þannig að þetta er matsatriði í hvert skipti,“ segir Guðrún. Þeim mun minni sem gjöfin er, þeim mun minni líkur eru á að um skattskylda gjöf sé að ræða.Áhrifavaldar til athugunar hjá RíkisskattstjóraRíkisskattstjóri er með þessa starfsemi til athugunar og fjöldi ábendinga hefur borist embættinu og eru til skoðunar. Hins vegar er hér um að ræða nýjan atvinnuveg, sem ekki hefur verið flokkaður sérstaklega. Ekki liggur fyrir nein heildartala hversu mikið hefur verið talið fram sem tekjur áhrifavalda. Það er ekki flokkað sérstaklega. „Við höfum skrifað ýmsum fyrirtækjum og spurt hvort þeir hafi nýtt sér þjónustu þessara áhrifavalda og verið er að vinna úr þeim upplýsingum,“ segir Guðrún.Umboðsskrifstofur eiga að skila inn upplýsingumGuðrún bendir á að í stefni að hafa megi betri yfirsýn yfir þessa starfsemi með tilkomu ýmissa umboðsskrifstofa sem settar hafa verið á fót í tengslum við áhrifavaldana. Hún segir ekki hægt að neita því að tiltölulega auðvelt hafi verið að líta svo á að um svartar tekjur sé að ræða. „En um leið og þessir áhrifavaldar eru farnir að nýta sér umboðsskrifstofur er auðveldara að fá yfirlit yfir þetta. Því umboðsskrifstofurnar eiga að senda okkur upplýsingar um þær greiðslur sem farið hafa í gegnum þeirra hendur,“ segir Guðrún. En af því að þetta er til þess að gera nýtt af nálinni þá munu þær upplýsingar, sem taka til ársins 2017, ekki berast þeim fyrr en nú á þessu ári. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00 Nauðsynlegt að vera persónulegur Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guðfræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur. 26. október 2016 11:00 „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Óhætt er að segja að hinir svonefndu „áhrifavaldar“, það eru þeir sem gert hafa sér mat úr því að auglýsa ýmsan varning á samfélagsmiðlum, séu með böggum hildar vegna fréttar Vísis. Þar er því lýst að brögð séu af því að fólk heimti fríar vörur á þeim forsendum að það sé fyrirferðarmikið á samfélagsmiðlum. Þetta virðist reyndar vera orðin hin mesta plága. „Það er rosalega mikið suðað um að fá eitthvað frítt,“ segir Erna Hreinsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Pippa.is. Fyrirspurnir af þessu tagi hafa færst í aukana undanfarið. Anna Jónsdóttir, sem rekur Puffin Hótel í Vík fær reglulega fyrirspurnir um fría gistingu og segist ekki þora öðru en að svara þeim með kurteisi af ótta við það að hótelið verði tekið fyrir í umfjöllun viðkomandi.“Óhressir áhrifavaldarÞeir sem hins vegar hafa verið kallaðir „áhrifavaldar“ eru ekki hressir með þessar lýsingar.Anna og Erna segja það færast mjög í aukana að áhrifavaldarnir vilji fá hitt og þetta sér að kostnaðarlausu.„En svona í heildina litið þá held ég að fólk almennt lesi þessa frétt eins og þetta eigi við okkur öll... og að við sitjum hérna sníkjandi um fríar vörur. Bara no!“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir sem vekur máls á téðri frétt í lokuðum Facebook-hópi sem kallast Samfélagsmiðlaspamm. Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem jafnframt tjáir sig um málið, tekur undir með Ernu og segir að sér finnist þessi „grein hreint út fáránleg og óþolandi umræða“.Mikil vinna á bak við velgengni á samfélagsmiðlumFram kemur í máli þeirra sem þar tjá sig að það sé mikil vinna sem felist í því að afla sér fylgis á samfélagsmiðlum, svo sem Snapchat og Instagram og þá ekki síður að halda því fylgi. Erna Kristín fer nánar í saumana á þessu: „Ég held að við öll sem vinnum sem áhrifavaldar getum verið sammála um að þær vörur sem við tökum að okkur að auglýsa eru ekki "fríar" það er vinna á bakvið auglýsingarnar og það er MIKIL vinna á bakvið samfélagsmiðlana & fylgið sem við höfum safnað saman, og tala nú ekki um vinnuna að halda þessu fylgi.Erna Kristín bendir á að mikil vinna búi að baki því að afla sér fylgist á samfélagsmiðlum og þá ekki síður að halda í það fylgi.visir/eyþórÉg er bara orðin örlítið þreytt á því að fólk heldur að um ræðir "frítt stuff" sem maður fær bara upp í hendurnar. Þetta er bara svo langt frá því að vera svo einfalt. Og fyrir utan þá staðreynd að fá bara vörur en ekki greiðslu líka er meira en vel sloppið hjá fyrirtækjum. Þegar fyrirtæki senda inn auglýsingar í blöðin, fréttir, útvarp og annað, hvort haldið þið að þau taki við vörum eða greiðslu?“Ný og framandi atvinnustarfsemiLóa Pind fjallaði ítarlega um þessa veröld og atvinnustarfsemi sem þeim sem eldri eru kann að virðast framandi í þáttum sínum Snapparar sem voru á dagskrá Stöðvar 2 nýverið. Þar kom fram að margir hafa verulegar tekjur af því að auglýsa allskyns varning og að þeir fái gjarnan sendar vörur frá fyrirtækjum sem vilja vekja athygli á sér og sínu. Í þáttunum greinir einn helsti Snappari landsins, Manúela Ósk, frá því að fólk sé komið með ógeð á öllu auglýsingafarganinu á samfélagsmiðlum. Margir velta því fyrir sér hvernig þessi starfsemi horfi við Ríkisskattstjóra? Svo virðist sem um grátt svæði sé að ræða.Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá Ríkisskattstjóra segir það í sjálfu sér rétt og gera verði greinarmun á tækifærisgjöfum og svo beinum peningagreiðslum. Ef einhver er að fá 500 þúsund krónur fyrir að nefna einhverja vöru þá leiki enginn vafi á um að um sé að ræða skattskyldar tekjur. En, ef fólk fær húfu og vettlinga og lætur taka af sér mynd með slíkt og segja af því sé þetta spurning um hversu verðmikill hluturinn er.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og hans fólk er komið með annað augað á áhrifavaldana, ef ekki bæði tvö.visir/anton brink„Það er talað um hæfilegar tækifærisgjafir í reglugerð en engin fjárhæðir nefndar. Þannig að þetta er matsatriði í hvert skipti,“ segir Guðrún. Þeim mun minni sem gjöfin er, þeim mun minni líkur eru á að um skattskylda gjöf sé að ræða.Áhrifavaldar til athugunar hjá RíkisskattstjóraRíkisskattstjóri er með þessa starfsemi til athugunar og fjöldi ábendinga hefur borist embættinu og eru til skoðunar. Hins vegar er hér um að ræða nýjan atvinnuveg, sem ekki hefur verið flokkaður sérstaklega. Ekki liggur fyrir nein heildartala hversu mikið hefur verið talið fram sem tekjur áhrifavalda. Það er ekki flokkað sérstaklega. „Við höfum skrifað ýmsum fyrirtækjum og spurt hvort þeir hafi nýtt sér þjónustu þessara áhrifavalda og verið er að vinna úr þeim upplýsingum,“ segir Guðrún.Umboðsskrifstofur eiga að skila inn upplýsingumGuðrún bendir á að í stefni að hafa megi betri yfirsýn yfir þessa starfsemi með tilkomu ýmissa umboðsskrifstofa sem settar hafa verið á fót í tengslum við áhrifavaldana. Hún segir ekki hægt að neita því að tiltölulega auðvelt hafi verið að líta svo á að um svartar tekjur sé að ræða. „En um leið og þessir áhrifavaldar eru farnir að nýta sér umboðsskrifstofur er auðveldara að fá yfirlit yfir þetta. Því umboðsskrifstofurnar eiga að senda okkur upplýsingar um þær greiðslur sem farið hafa í gegnum þeirra hendur,“ segir Guðrún. En af því að þetta er til þess að gera nýtt af nálinni þá munu þær upplýsingar, sem taka til ársins 2017, ekki berast þeim fyrr en nú á þessu ári.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00 Nauðsynlegt að vera persónulegur Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guðfræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur. 26. október 2016 11:00 „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Færist í aukana að áhrifavaldar biðji um vörur frítt: „Þetta er nánast orðið látlaust“ Dæmi eru fyrir því að vinsælir notendur samfélagsmiðlanna Snapchat og Instagram sjái sér leik á borði og reyni að kría út vörur frítt hjá fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að auglýsa á þeim vettvangi. Atvinnurekendur hafa fundið fyrir aukningu og hafa sumir hverjir hætt slíku samstarfi alfarið. 23. janúar 2018 11:00
Nauðsynlegt að vera persónulegur Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guðfræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur. 26. október 2016 11:00
„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30