Hækkun sjávarmáls gæti haft áhrif á tilkall til auðlinda Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2018 09:58 Snjólaug Árnadóttir varði nýlega doktorsritgerð í þjóðarétti við Edinborgarháskóla. Vísir/Hanna „Jafnvel ef það yrðu einhverjar breytingar seinna meir, á skerjum, líkt og Geirfuglsdranga, sem er nokkuð tæpur eins og er. Hann er einn af okkur grunnlínupunktum. Ef hann yrði skráður hjá aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna og enginn mótmælir, gætum við mögulega haldið mörkunum, þó hann hyrfi í hafið. Það gæti því alveg borgað sig að skrá línurnar fyrr en síðar. Þetta er mjög mikilvægur punktur fyrir okkur. Svona sker gera okkur svo kleift að veiða og bora eftir olíu á stærri svæðum en ella. Það getur því skipt gríðarlegu máli að festa þessar línur.“ Snjólaug Árnadóttir varði nýlega doktorsritgerð í þjóðarétti við Edinborgarháskóla. Ritgerðin fjallar um afmörkun hafsvæða á tímum umhverfisbreytinga og tilkall ríkja til auðlinda í hafi og þær breytingar sem verða á umfangi þessara réttinda þegar strandlínur breytast, til dæmis vegna hækkunar sjávarmáls eða eldgosa. Strandríki eiga tilkall til 12 mílna landhelgi, 24 mílna aðlægs beltis, 200 mílna efnahagslögsögu og 200 mílna landgrunns. En þegar víðátta hafsins á milli tveggja ríkja er minni en 400 sjómílur þá verður að setja tvíhliða mörk á milli ríkjanna.Betra að gera hóflegri grunnlínur „Hér á Íslandi er búið að semja um nærri öll tvíhliða mörk. Við getum því ekki tekið yfirvofandi umhverfisbreytingar til greina þegar slík mörk eru búin til. En það gæti komið til greina að rifta samningum um afmörkun hafsvæða ef eyja færi í kaf eða ef það kemur ný eldfjallaeyja. Þá gætum við þurft að fara aftur að samningaborðinu eða fyrir dómstóla til að breyta okkar tvíhliða línum“ segir Snjólaug. „Við höfum ekki sent inn gögn til Sameinuðu þjóðanna um hvar okkar einhliða mörk liggja. Línurnar sem við drögum í dag eru að einhverju leyti öfgafullar og auka þannig við hafsvæði okkar. Venjulegar grunnlínur fylgja strandlínunni nákvæmlega allsstaðar. Beinar línur tengja saman ýmis sker út á hafsauga, og þannig getur maður grætt hafsvæði. Eins og við gerum með Faxaflóa, við gerum beina línu yfir hann og græðum í raun hafsvæði út frá þeirri línu“ segir Snjólaug. „Ef við myndum tilkynna okkar grunnlínur til Sameinuðu þjóðanna og þeim yrði mótmælt gætu dómstólar ógilt grunnlínur okkar og miðað við hefðbundnar grunnlínur eftir strandlengjunni, sem væru mun hóflegri en þær sem við byggjum á í dag. Það væri í raun betra fyrir okkur að gera hóflegri grunnlínur, en að fara fyrir dómstóla. Þeir myndu miða við venjulegar grunnlínur í stað þess að draga nýjar beinar grunnlínur, þá myndum við tapa hafsvæði og þar með tilkalli til auðlinda innan svæðisins.“ Snjólaug fór í skiptinám í Svíþjóð og tók námskeið í hafrétti þar. Eftir það var ekki aftur snúið. Snjólaug mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar í Háskólanum í Reykjavík í dag, klukkan 12.Vísir/Hanna„Ég tók námskeið í skiptinámi í Svíþjóð í hafrétti og fékk þetta smá á heilann. Ég var á pínulítilli eyju og sá hafið alla daga. Í kennslubókinni stóð að öll réttindi í hafi eru mæld út frá strandlengjunni og það er óvíst hvað verður þegar strandlengja er að breytast. Þess vegna valdi ég þetta efni“ Rannsóknarefni Snjólaugar er frekar nýtt af nálinni, þó einhliða mörkin hafi eitthvað verið rannsökuð. Hún vinnur með alþjóðlegri nefnd á vegum International Law Association um það hvort það þurfi að breytahafréttarsáttmálanum til að réttarstaða ríkja sé skýrari vegna hækkandi sjávarmáls. Samtökin sérhæfa sig í þjóðarrétti og þegar þarf að rannsaka ný mál, líkt og þessi, þá taka samtökin það að sér. „Það hefur til dæmis komið upp hugmynd um að frysta allar grunnlínur og öll mörk til að koma í veg fyrir breytingar á einhliða mörkum og það er eitt af því sem við erum að ræða í nefndinni. Allar slíkar breytingar geta komið illa út fyrir lönd, líkt og Maldíveyjar í Kyrrahafinu, sem eru að fara í kaf vegna hækkunar sjávarmáls. En kannski ekki fyrir Ísland, því hér er landris þegar jöklarnir bráðna. Auk þess sem alltaf er möguleiki á nýju eldgosi og þannig nýrri eyju og viðmiði sem gæti aukið okkar tilkall og réttindi.“ Snjólaug mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar í Háskólanum í Reykjavík í dag, klukkan 12. Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Jafnvel ef það yrðu einhverjar breytingar seinna meir, á skerjum, líkt og Geirfuglsdranga, sem er nokkuð tæpur eins og er. Hann er einn af okkur grunnlínupunktum. Ef hann yrði skráður hjá aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna og enginn mótmælir, gætum við mögulega haldið mörkunum, þó hann hyrfi í hafið. Það gæti því alveg borgað sig að skrá línurnar fyrr en síðar. Þetta er mjög mikilvægur punktur fyrir okkur. Svona sker gera okkur svo kleift að veiða og bora eftir olíu á stærri svæðum en ella. Það getur því skipt gríðarlegu máli að festa þessar línur.“ Snjólaug Árnadóttir varði nýlega doktorsritgerð í þjóðarétti við Edinborgarháskóla. Ritgerðin fjallar um afmörkun hafsvæða á tímum umhverfisbreytinga og tilkall ríkja til auðlinda í hafi og þær breytingar sem verða á umfangi þessara réttinda þegar strandlínur breytast, til dæmis vegna hækkunar sjávarmáls eða eldgosa. Strandríki eiga tilkall til 12 mílna landhelgi, 24 mílna aðlægs beltis, 200 mílna efnahagslögsögu og 200 mílna landgrunns. En þegar víðátta hafsins á milli tveggja ríkja er minni en 400 sjómílur þá verður að setja tvíhliða mörk á milli ríkjanna.Betra að gera hóflegri grunnlínur „Hér á Íslandi er búið að semja um nærri öll tvíhliða mörk. Við getum því ekki tekið yfirvofandi umhverfisbreytingar til greina þegar slík mörk eru búin til. En það gæti komið til greina að rifta samningum um afmörkun hafsvæða ef eyja færi í kaf eða ef það kemur ný eldfjallaeyja. Þá gætum við þurft að fara aftur að samningaborðinu eða fyrir dómstóla til að breyta okkar tvíhliða línum“ segir Snjólaug. „Við höfum ekki sent inn gögn til Sameinuðu þjóðanna um hvar okkar einhliða mörk liggja. Línurnar sem við drögum í dag eru að einhverju leyti öfgafullar og auka þannig við hafsvæði okkar. Venjulegar grunnlínur fylgja strandlínunni nákvæmlega allsstaðar. Beinar línur tengja saman ýmis sker út á hafsauga, og þannig getur maður grætt hafsvæði. Eins og við gerum með Faxaflóa, við gerum beina línu yfir hann og græðum í raun hafsvæði út frá þeirri línu“ segir Snjólaug. „Ef við myndum tilkynna okkar grunnlínur til Sameinuðu þjóðanna og þeim yrði mótmælt gætu dómstólar ógilt grunnlínur okkar og miðað við hefðbundnar grunnlínur eftir strandlengjunni, sem væru mun hóflegri en þær sem við byggjum á í dag. Það væri í raun betra fyrir okkur að gera hóflegri grunnlínur, en að fara fyrir dómstóla. Þeir myndu miða við venjulegar grunnlínur í stað þess að draga nýjar beinar grunnlínur, þá myndum við tapa hafsvæði og þar með tilkalli til auðlinda innan svæðisins.“ Snjólaug fór í skiptinám í Svíþjóð og tók námskeið í hafrétti þar. Eftir það var ekki aftur snúið. Snjólaug mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar í Háskólanum í Reykjavík í dag, klukkan 12.Vísir/Hanna„Ég tók námskeið í skiptinámi í Svíþjóð í hafrétti og fékk þetta smá á heilann. Ég var á pínulítilli eyju og sá hafið alla daga. Í kennslubókinni stóð að öll réttindi í hafi eru mæld út frá strandlengjunni og það er óvíst hvað verður þegar strandlengja er að breytast. Þess vegna valdi ég þetta efni“ Rannsóknarefni Snjólaugar er frekar nýtt af nálinni, þó einhliða mörkin hafi eitthvað verið rannsökuð. Hún vinnur með alþjóðlegri nefnd á vegum International Law Association um það hvort það þurfi að breytahafréttarsáttmálanum til að réttarstaða ríkja sé skýrari vegna hækkandi sjávarmáls. Samtökin sérhæfa sig í þjóðarrétti og þegar þarf að rannsaka ný mál, líkt og þessi, þá taka samtökin það að sér. „Það hefur til dæmis komið upp hugmynd um að frysta allar grunnlínur og öll mörk til að koma í veg fyrir breytingar á einhliða mörkum og það er eitt af því sem við erum að ræða í nefndinni. Allar slíkar breytingar geta komið illa út fyrir lönd, líkt og Maldíveyjar í Kyrrahafinu, sem eru að fara í kaf vegna hækkunar sjávarmáls. En kannski ekki fyrir Ísland, því hér er landris þegar jöklarnir bráðna. Auk þess sem alltaf er möguleiki á nýju eldgosi og þannig nýrri eyju og viðmiði sem gæti aukið okkar tilkall og réttindi.“ Snjólaug mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar í Háskólanum í Reykjavík í dag, klukkan 12.
Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira