Veittust að lögreglumönnum eftir líkamsárás í heimahúsi Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 07:19 Lögreglan hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Eyþór Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flugeldar Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Flugeldar Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira