Nýtt riðusmit í Svarfaðardal reiðarslag fyrir íbúa í sveitinni Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Riða fannst í sláturfé frá Urðum en MAST rannsakar þúsundir sláturgripa árlega til að stemma stigu við riðuveiki sem er afar hvimleiður sjúkdómur í sauðfé hér á landi. vísir/eyþór Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira