Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 19:32 Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Vísir/Eyþór „Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45