Upplifa ærandi þögn og krefjast umbótatillaga innan þriggja mánaða: „Yfirlýsingar eru ekki nóg“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:45 Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hér á landi upplifa ærandi þögn frá Menntamálaráðuneytinu og Kvikmyndaskóla Íslands. Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð segjast enn upplifa ærandi þögn frá stofnunum eins og Menntamálaráðuneytinu og Kvikmyndaskóla Íslands eftir að þær sendu frá sér yfirlýsingu á dögunum varðandi stöðuna innan menningargeirans hér á landi. Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskólans hefur ekki tjáð sig opinberlega í kjölfar yfirlýsingarinnar. Í nýrri yfirlýsingu gagnrýna konurnar meðal annars yfirlýsinguna frá SAVÍST sem fjallað var um á Vísi í gær. Kröfðust breytinga„Síðustu sólarhringa hafa frásagnir kvenna af áreitni, mismunun og ofbeldi verið að líta dagsins ljós. Ljóst er að staðan er grafalvarleg. Margar konur innan stéttarinnar eiga erfitt með að vinna störf sín eða iðka nám sökum áreitni, ofbeldi eða kynbundinnar mismununar, þær vita ekki hvert þær eiga að leita þegar á þeim er brotið og fá í sumum tilvikum ekki stuðning þegar þær segja frá. Þar sem fastráðningar eru afar sjaldgæfar innan stéttarinnar eru langflestar konur sjálfstætt starfandi og það hefur ekki tíðkast að sjálfstæð sviðslista- eða kvikmyndaverkefni séu með trúnaðaraðila innbyrðis. Í stétt þar sem atvinnuöryggið er nær ekkert skiptir orðsporið öllu máli. Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum, ásamt konum sem látið hafa vita af ofbeldi sem þær eru beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi tekjutapi og útskúfun.“ Benda þær á að gerendur sem hafa verið reknir vegna áreitni eða ofbeldis á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar. „Mikil hreyfing er á fólki í stéttinni og konur eiga sífellt von á að vinna með geranda sínum í næsta verkefni. Þetta stuðlar ennfremur að þöggun. Mikið verk er fyrir höndum ef konur eiga að njóta sömu tækifæra og karlar í okkar stétt. Sú orka sem konur þurfa að verja í að takast á við óviðeigandi athugasemdir, káf, klípingar, niðurlægjandi hegðun og ofbeldi er ólíðandi og heldur aftur af þeim bæði í leik og starfi.“ Fyrri yfirlýsingin var send undir yfirskriftinni Tjaldið fellur, þar sem 548 konur sem starfað hafa í stéttinni skrifuðu undir. Í yfirlýsingunni kröfðust konurnar sem skrifuðu undir að þær fái að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá kröfðust þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Ofbeldi verði ekki þaggað„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ sagði Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í vikunni. Þar kemur fram að Listaháskólinn harmi atvikin sem komu fram í yfirlýsingu kvennanna en þar á meðal var Listaháskólinn nefndur sem vettvangur frásagna. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Ábyrgðin tekin alvarlega Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum sendu í gær frá sér yfirlýsingu um að bregðast eigi við stöðunni innan menningargeirans. „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Sjá einnig: Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Undir yfirlýsinguna skrifuðu Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska Dansflokksins, Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar. Vekur upp spurningarSegja konurnar að þessi yfirlýsing SAVÍST sé ekki nóg. „Síðustu sólarhringa hafa stofnanir og samtök brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar, þótt sumsstaðar ríki enn ærandi þögn, til að mynda í Menntamálaráðuneyti og Kvikmyndaskóla Íslands. Síðasta yfirlýsingin kom frá SAVÍST, nam einungis 74 orðum og vekur fleiri spurningar en hún svarar. Við krefjumst þess að orðum fylgi athafnir og skorum á fagfélögin okkar um að svara neyðarkallinu sem konur í stéttinni hafa sent út.“ Beina þær orðum sínum sérstaklega til formanna fagfélaganna og skora á þá að kynna umbótatillögur innan þriggja mánaða þar sem hvert fagfélag eigi sér fulltrúa. „Þá viljum við að þolendur innan okkar raða fái að samþykkja og leggja til breytingar á þeim umbótum sem verða til í ferlinu áður en til framkvæmda kemur, enda vita þær best hverjar þarfir þolenda eru.“ 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Yfirlýsingar eru ekki nógFrá #metoo konum í sviðslistum og kvikmyndagerð Síðustu sólarhringa hafa frásagnir kvenna af áreitni, mismunun og ofbeldi verið að líta dagsins ljós. Ljóst er að staðan er grafalvarleg. Margar konur innan stéttarinnar eiga erfitt með að vinna störf sín eða iðka nám sökum áreitni, ofbeldi eða kynbundinnar mismununar, þær vita ekki hvert þær eiga að leita þegar á þeim er brotið og fá í sumum tilvikum ekki stuðning þegar þær segja frá. Þar sem fastráðningar eru afar sjaldgæfar innan stéttarinnar eru langflestar konur sjálfstætt starfandi og það hefur ekki tíðkast að sjálfstæð sviðslista- eða kvikmyndaverkefni séu með trúnaðaraðila innbyrðis. Í stétt þar sem atvinnuöryggið er nær ekkert skiptir orðsporið öllu máli. Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum, ásamt konum sem látið hafa vita af ofbeldi sem þær eru beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi tekjutapi og útskúfun. Gerendur sem hafa verið reknir vegna áreitni eða ofbeldis á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar. Mikil hreyfing er á fólki í stéttinni og konur eiga sífellt von á að vinna með geranda sínum í næsta verkefni. Þetta stuðlar ennfremur að þöggun. Mikið verk er fyrir höndum ef konur eiga að njóta sömu tækifæra og karlar í okkar stétt. Sú orka sem konur þurfa að verja í að takast á við óviðeigandi athugasemdir, káf, klípingar, niðurlægjandi hegðun og ofbeldi er ólíðandi og heldur aftur af þeim bæði í leik og starfi. Síðustu sólarhringa hafa stofnanir og samtök brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar, þótt sumsstaðar ríki enn ærandi þögn, til að mynda í Menntamálaráðuneyti og Kvikmyndaskóla Íslands. Síðasta yfirlýsingin kom frá SAVÍST, nam einungis 74 orðum og vekur fleiri spurningar en hún svarar. Við krefjumst þess að orðum fylgi athafnir og skorum á fagfélögin okkar um að svara neyðarkallinu sem konur í stéttinni hafa sent út. Við beinum orðum okkar til ykkar: Birna Hafstein, Félag íslenskra leikara Friðrik Þór Friðriksson, Samtök íslenskra kvikmyndaleikstjóra Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Félag kvikmyndagerðarmanna Irma Gunnarsdóttir, Félag íslenskra listdansara Katrín Gunnarsdóttir, Danshöfundafélag Íslands Kristinn Þórðarson, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda Margrét Örnólfsdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda Páll Baldvin Baldvinsson, Félag leikstjóra á Íslandi Rebekka Ingimundardóttir, Félag leikmynda- og búningahönnuða Sem formenn fagfélaganna sem gæta hagsmuna okkar skorum við á ykkur að kynna umbótatillögur innan þriggja mánaða, sem unnar eru af hópi þar sem hvert fagfélag á sér fulltrúa. Í anda lýðræðis og gagnsæis leggjum við til að meðlimir hvers fagfélags fái að tilnefna fulltrúa á sínum vegum og að þið auglýsið eftir slíkum tilnefningum innan ykkar raða. Berist ábending þess efnis að tilnefndir fulltrúar séu vanhæfir til að gegna þessu hlutverki verði tekið mark á því, enda er það síst til þess valdið að vekja traust ef sjálf umbótavinnan er sett í hendur gerenda. Þá viljum við að þolendur innan okkar raða fái að samþykkja og leggja til breytingar á þeim umbótum sem verða til í ferlinu áður en til framkvæmda kemur, enda vita þær best hverjar þarfir þolenda eru. Tjaldið er fallið og tími aðgerða er runninn upp. Fyrir hönd #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Anna Lísa Björnsdóttir Ósk Gunnlaugsdóttir Silja Hauksdóttir Sara Marti Guðmundsdóttir Brynhildur BjörnsdóttirUppfært: Þegar fréttin birtist kom fram að Hilmar Oddsson væri skólastjóri Kvikmyndaskólans, rétt er að Friðrik Þór Friðriksson er rektor skólans og hefur það nú verið leiðrétt. MeToo Kvikmyndagerð á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Þórdís Elva vonar að karlmenn taki næsta skref Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger, maðurinn sem nauðgaði henni, ræddu við USA Today um Weinstein og #meetoo herferðina. 29. nóvember 2017 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð segjast enn upplifa ærandi þögn frá stofnunum eins og Menntamálaráðuneytinu og Kvikmyndaskóla Íslands eftir að þær sendu frá sér yfirlýsingu á dögunum varðandi stöðuna innan menningargeirans hér á landi. Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskólans hefur ekki tjáð sig opinberlega í kjölfar yfirlýsingarinnar. Í nýrri yfirlýsingu gagnrýna konurnar meðal annars yfirlýsinguna frá SAVÍST sem fjallað var um á Vísi í gær. Kröfðust breytinga„Síðustu sólarhringa hafa frásagnir kvenna af áreitni, mismunun og ofbeldi verið að líta dagsins ljós. Ljóst er að staðan er grafalvarleg. Margar konur innan stéttarinnar eiga erfitt með að vinna störf sín eða iðka nám sökum áreitni, ofbeldi eða kynbundinnar mismununar, þær vita ekki hvert þær eiga að leita þegar á þeim er brotið og fá í sumum tilvikum ekki stuðning þegar þær segja frá. Þar sem fastráðningar eru afar sjaldgæfar innan stéttarinnar eru langflestar konur sjálfstætt starfandi og það hefur ekki tíðkast að sjálfstæð sviðslista- eða kvikmyndaverkefni séu með trúnaðaraðila innbyrðis. Í stétt þar sem atvinnuöryggið er nær ekkert skiptir orðsporið öllu máli. Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum, ásamt konum sem látið hafa vita af ofbeldi sem þær eru beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi tekjutapi og útskúfun.“ Benda þær á að gerendur sem hafa verið reknir vegna áreitni eða ofbeldis á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar. „Mikil hreyfing er á fólki í stéttinni og konur eiga sífellt von á að vinna með geranda sínum í næsta verkefni. Þetta stuðlar ennfremur að þöggun. Mikið verk er fyrir höndum ef konur eiga að njóta sömu tækifæra og karlar í okkar stétt. Sú orka sem konur þurfa að verja í að takast á við óviðeigandi athugasemdir, káf, klípingar, niðurlægjandi hegðun og ofbeldi er ólíðandi og heldur aftur af þeim bæði í leik og starfi.“ Fyrri yfirlýsingin var send undir yfirskriftinni Tjaldið fellur, þar sem 548 konur sem starfað hafa í stéttinni skrifuðu undir. Í yfirlýsingunni kröfðust konurnar sem skrifuðu undir að þær fái að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá kröfðust þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Ofbeldi verði ekki þaggað„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ sagði Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í vikunni. Þar kemur fram að Listaháskólinn harmi atvikin sem komu fram í yfirlýsingu kvennanna en þar á meðal var Listaháskólinn nefndur sem vettvangur frásagna. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Ábyrgðin tekin alvarlega Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum sendu í gær frá sér yfirlýsingu um að bregðast eigi við stöðunni innan menningargeirans. „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Sjá einnig: Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Undir yfirlýsinguna skrifuðu Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska Dansflokksins, Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar. Vekur upp spurningarSegja konurnar að þessi yfirlýsing SAVÍST sé ekki nóg. „Síðustu sólarhringa hafa stofnanir og samtök brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar, þótt sumsstaðar ríki enn ærandi þögn, til að mynda í Menntamálaráðuneyti og Kvikmyndaskóla Íslands. Síðasta yfirlýsingin kom frá SAVÍST, nam einungis 74 orðum og vekur fleiri spurningar en hún svarar. Við krefjumst þess að orðum fylgi athafnir og skorum á fagfélögin okkar um að svara neyðarkallinu sem konur í stéttinni hafa sent út.“ Beina þær orðum sínum sérstaklega til formanna fagfélaganna og skora á þá að kynna umbótatillögur innan þriggja mánaða þar sem hvert fagfélag eigi sér fulltrúa. „Þá viljum við að þolendur innan okkar raða fái að samþykkja og leggja til breytingar á þeim umbótum sem verða til í ferlinu áður en til framkvæmda kemur, enda vita þær best hverjar þarfir þolenda eru.“ 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Yfirlýsingar eru ekki nógFrá #metoo konum í sviðslistum og kvikmyndagerð Síðustu sólarhringa hafa frásagnir kvenna af áreitni, mismunun og ofbeldi verið að líta dagsins ljós. Ljóst er að staðan er grafalvarleg. Margar konur innan stéttarinnar eiga erfitt með að vinna störf sín eða iðka nám sökum áreitni, ofbeldi eða kynbundinnar mismununar, þær vita ekki hvert þær eiga að leita þegar á þeim er brotið og fá í sumum tilvikum ekki stuðning þegar þær segja frá. Þar sem fastráðningar eru afar sjaldgæfar innan stéttarinnar eru langflestar konur sjálfstætt starfandi og það hefur ekki tíðkast að sjálfstæð sviðslista- eða kvikmyndaverkefni séu með trúnaðaraðila innbyrðis. Í stétt þar sem atvinnuöryggið er nær ekkert skiptir orðsporið öllu máli. Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum, ásamt konum sem látið hafa vita af ofbeldi sem þær eru beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi tekjutapi og útskúfun. Gerendur sem hafa verið reknir vegna áreitni eða ofbeldis á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar. Mikil hreyfing er á fólki í stéttinni og konur eiga sífellt von á að vinna með geranda sínum í næsta verkefni. Þetta stuðlar ennfremur að þöggun. Mikið verk er fyrir höndum ef konur eiga að njóta sömu tækifæra og karlar í okkar stétt. Sú orka sem konur þurfa að verja í að takast á við óviðeigandi athugasemdir, káf, klípingar, niðurlægjandi hegðun og ofbeldi er ólíðandi og heldur aftur af þeim bæði í leik og starfi. Síðustu sólarhringa hafa stofnanir og samtök brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar, þótt sumsstaðar ríki enn ærandi þögn, til að mynda í Menntamálaráðuneyti og Kvikmyndaskóla Íslands. Síðasta yfirlýsingin kom frá SAVÍST, nam einungis 74 orðum og vekur fleiri spurningar en hún svarar. Við krefjumst þess að orðum fylgi athafnir og skorum á fagfélögin okkar um að svara neyðarkallinu sem konur í stéttinni hafa sent út. Við beinum orðum okkar til ykkar: Birna Hafstein, Félag íslenskra leikara Friðrik Þór Friðriksson, Samtök íslenskra kvikmyndaleikstjóra Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Félag kvikmyndagerðarmanna Irma Gunnarsdóttir, Félag íslenskra listdansara Katrín Gunnarsdóttir, Danshöfundafélag Íslands Kristinn Þórðarson, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda Margrét Örnólfsdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda Páll Baldvin Baldvinsson, Félag leikstjóra á Íslandi Rebekka Ingimundardóttir, Félag leikmynda- og búningahönnuða Sem formenn fagfélaganna sem gæta hagsmuna okkar skorum við á ykkur að kynna umbótatillögur innan þriggja mánaða, sem unnar eru af hópi þar sem hvert fagfélag á sér fulltrúa. Í anda lýðræðis og gagnsæis leggjum við til að meðlimir hvers fagfélags fái að tilnefna fulltrúa á sínum vegum og að þið auglýsið eftir slíkum tilnefningum innan ykkar raða. Berist ábending þess efnis að tilnefndir fulltrúar séu vanhæfir til að gegna þessu hlutverki verði tekið mark á því, enda er það síst til þess valdið að vekja traust ef sjálf umbótavinnan er sett í hendur gerenda. Þá viljum við að þolendur innan okkar raða fái að samþykkja og leggja til breytingar á þeim umbótum sem verða til í ferlinu áður en til framkvæmda kemur, enda vita þær best hverjar þarfir þolenda eru. Tjaldið er fallið og tími aðgerða er runninn upp. Fyrir hönd #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Anna Lísa Björnsdóttir Ósk Gunnlaugsdóttir Silja Hauksdóttir Sara Marti Guðmundsdóttir Brynhildur BjörnsdóttirUppfært: Þegar fréttin birtist kom fram að Hilmar Oddsson væri skólastjóri Kvikmyndaskólans, rétt er að Friðrik Þór Friðriksson er rektor skólans og hefur það nú verið leiðrétt.
MeToo Kvikmyndagerð á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Þórdís Elva vonar að karlmenn taki næsta skref Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger, maðurinn sem nauðgaði henni, ræddu við USA Today um Weinstein og #meetoo herferðina. 29. nóvember 2017 15:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00
Þórdís Elva vonar að karlmenn taki næsta skref Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger, maðurinn sem nauðgaði henni, ræddu við USA Today um Weinstein og #meetoo herferðina. 29. nóvember 2017 15:48